Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 88

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 88
86 ÓLAFUR IIANSSON ANDVARI sjálfum sér og því margvíslega fólki, sem hann hefur rekizt á í lífinu og að fella þetta tvennt í samstæða heild. Sínum eigin æsku- draumórum lýsir hann af mikilli hrein- skilni, með viðkvæmni, sem hvergi fer þó út í klökkva eða væmni. Mest þykir mér koma til lýsinganna á bernskuárum hans á Þverfelli, hér er ein hinna beztu lýsinga á sálarlífi harns, sem til er á íslenzkri tungu. Hér renna draumur og veruleiki, huldu- heimar og mannheimar algerlega saman, og kannske eru hulduheimarnir í berginu blá enn raunverulegri en mannheimar. Þessi lýsing er helzt sambærileg við sögur Arthurs Machens „The hill of dreams" og „The white people", en hún er rammíslenzk, hin íslenzka þjóðsaga sem alger veruleiki í huga harnsins. í þeim hugarheimi er draumur- inn stundum líf og lífið draumur. Mannlýsingar Kristmanns eru margar snjallar, en minnisstæðust verður myndin af móðurafa hans, Birni Sveinhjörnssyni á Þverfelli, enda dregin af næmum skilningi og kærleik. Bjöm á Þverfelli var mjög svo minnisstæð persóna þeim, sem liann þekktu. Enn lifa í Borgarfirði sögur, sumar með þjóðsagnablæ, um Björn og Árna á Odds- stöðum, bróður hans. Eins og kunnugt er reisti Jón skáld Magnússon Birni á Þver- felli fagran minnisvarða í ljóðaflokknum „Bjöm á Reyðarfelli", og telja kunnugir þá lýsingu góða og sanna. Lýsing Kristmanns á Guðmundi föður sínum er bragðdaufari en þjóðsögurnar um hann, en sennilega stórum raunsærri. Ann- ars birtir Kristmann þarna nokkrar af hin- um skemmtilegu ýkjusögum um föður sinn, sem flestar eru í Múnchhausenstíl. Ekki fæ ég skilið, hve stirðlega Kristmanni samdi við Sveinbjörn móðurbróður sinn, sem er manna skemmtilegastur, tryggðatröll og höfðingi í lund. Annars koma hér við sögu margir tugir samferðamanna Kristmanns, sumir þjóð- kunnir menn, aðrir lítt þekktir, en þar fyrir ekki síður skemmtilegar persónur sumir hverjir. Og ísoldirnar eru margar og hver annarri ólíkar, sumar dregnar skýrum dráttum, aðrar dálítið þokukenndar. — Frásagnargleði Kristmanns Guðmundsson- ar er mikil, og að sumu leyti nýtur hún sín enn betur í þessari sjálfsævisögu en í skáld- sögum hans. Og þessi saga úr veruleikan- um er að ýmsu leyti ævintýralegri en flestar skáldsögur. Sennilega er talsvert hæft í því, að veruleikinn skáki stundum öllum skáldskap. Þetta er ein af skemmtilegustu bókum ársins, og margir bíða framhaldsins með óþreyju. Ólafur Hansson. Kristján Eidjárn: Stakir steinar. Tólf minja- þœttir. 190 bls. Bókaútgáfan Norðri. Prent- verk Odds Björnssonar. Akureyri, 1959. Árið 1948 sendi Kristján Eldjárn, þá fyrir skemmstu tekinn við forstöðu Þjóðminja- safnsins, frá sér tólf fornleifaþætti í bók, er liann nefndi „Gengið á reka“. Höfundur var þá ungur að árum og lítt þekktur út á við, en bókin vakti óskipta athygli, jafnt lærðra sem leikra. Þar var fræðilegt efni gætt slíku lífi, að lesandinn komst í ótrú- lega nána snertingu við þá fjarlægu tíma, er hókin fjallaði um, án þess þó, að höf- undur þyrfti að slá af kröfum hins vandláta fræðimanns um nákvæmni eða víkja frá hinni gullnu reglu um að hafa það heldur, er sannara reynist. Með þessari fyrstu bók sinni skipaði hinn ungi þjóðminjavörður sér á bekk með þeim mönnum, er hezt og af mestu listfengi rita um fræðileg efni. Mikið vatn hefur til sjávar runnið, síðan „Gengið á reka“ kom út, en drjúgt er það einnig, sem dropið hefur úr penna Kristjáns á þeim árum, allflest skrifað í strangfræði- legu skyni, svo sem ritgerðir í Árbók Forn- leifafélagsins og erlendum sérfræðiritum, og síðast en ekki sízt doktorsritgerðin „Kuml og haugfé" (1956), en með henni var hlaðið upp í skarð í norrænum víkingaaldarrann- sóknum, er bagalega lengi hafði staðið opið og ófullt. Fæst eða ekkert af þessu er af eðlilegum ástæðum til þess fallið að na neinni viðlíka almenningshylli sem „Gengið á reka". En þeir, sem ekkert er um sér- fræðirit gefið eða kunna einhvern tíma að hafa hvekkzt á þeim, mega treysta því, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.