Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 42

Andvari - 01.04.1960, Side 42
40 TRYGGVE ANDERSEN ANDVAIU Veslings Margrét! Sennilega var hún þegar farin að óttast um liann — sennilega . . . Hann þreifaði eftir pípunni, en höndin seig ináttlaus niður og hann kom ekki pípunni upp í sig. Höfuðið seig niður á bringuna, og eftir stundarkom var hann farinn að hrjóta. Og undiraldan vaggaði hátnum, og seglin slógust við siglu og rár, og nóttin grúfði yfir hafinu. Haflöðrið skvettist framan í hann. Hann þaut á fætur, þreif stýrið og sneri hátnum upp í vindinn. Stomiurinn hvein og öskraði. Hann hafði skollið á í einu vetfangi. Og nú var ekki um annað að ræða en að reyna að halda flcyt- unni ofan sjávar. — í norðri tindmðu og lciftruðu stjörnurnar. II Hafnsögumennirnir ætluðu að tilkynna vátryggingarfélaginu hvarf hátsins. Þeim fannst það ekki mega dragast lengur, því að nú voru liðnir tíu sólarhringar síðan hans var saknað, og þeir höfðu ekki haft neinar spurnir af honum, þrátt fyrir allar skeytasendingamar og eflirgrennslanimar. Ámi í Leynivík og faðir Margrétar liöfðu heimsótt liana og sagt hcnni, livernig komið væri. Og óðar og hún kom auga á hafnsögumanninn í fylgd með föður sínum, vissi hún, að þeir mundu færa henni slæm tiðindi, og að Bertel væri dáinn. Þeir reyndu að hughreysta hana og sögðu, að það væri reyndar alls ekki víst. Hann hefði haft nægar vistir. Og gömlu mennimir töldu upp alla liugsanlega möguleika á því, að hann hefði kornizt af, jafnvel þótt báturinn hefði farizt. Sennilegast þótti þeim, að skip á útleið hefði hjargað honum — ef til vill siglt á bátinn, en bjargað honum samt, — og þá gæti orðið langt þangað til spyrðist til lians . . . Þetta fannst þeim mjög sennilegt, og þegar hún hafði jafnað sig svo, að hún hafði rænu á að bera þeim mat og kaffi, sögðu þeir frá inörgum slíkum athurðum máli sínu til sönnunar. En stundum urðu þeir loðmæltir, og það var eins og kökkur sæti í hálsinum á þeim. Hún gekk þess ekki dulin, að þeir voru mjög vondaufir, og henni létti, þegar þeir fóru. Hún stóð í dyrunum og horfði á eftir gömlu mönnunum. Þeir stefndu á hús nágranna hennar og gengu stuttum, hægum skrefum, álútir og hoknir í herðum, eins og þeir væru að fylgja líki til grafar. Þóra stóð úti við brunninn og var að skola úr fötum. Hún stöðvaði þá og tók þá tali. Meðan þau voru að tala saman, kom Hinrik út úr eldiviðarskýlinu, og sonur lians, hálfvaxinn, kom á hnotskóg á eftir honum. Þeir voru bikugir á höndunum og gátu því ekki heilsað með handabandi.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.