Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 48

Andvari - 01.04.1960, Side 48
CARLO SCHMID Þýzki stjórnmálamaðurinn og menntamaðurinn Carlo Schmid kom hingað til lands síðast liðið sumar og flutti háskólafyrirlestur þann, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu. Var Carlo Schmid gestur Háskóla íslands. I lann kynntist fornsögum okkar ungur og dáir þær mjög og hefur mikinn áhuga á íslenzkum málefnum. Carlo Schmid er varaforseti þýzka sambandsþingsms í Bonn og einn af áhrifamestu stjórnmálafor- ingjum Vestur-Þýzkalands. Var hann forsetaefni þýzkra jafnaðarmanna við forsetakjörið í sumar, er leið, þegar Theodor Heuss lét af embætti. Carlo Schmid fæddist 3. desember 1896 í Perpignan á Frakldandi, er lögfræð- ingur að menntun og starfaði sem málaflutningsmaður og háskólakenn- ari um langt áraskeið, en sérgrcin hans er erlendur réttur og þjóðaréttur. Eftir síðari heimsstyrjöldina gerðist hann einn af aðalforingjum þýzka jafnaðarmannaflokksins, var kosinn á þing 1949 og hefur verið varafor- seti þýzka sambandsþingsins frá 1953. Ennfremur er hann formaður utan- ríkismálanefndar þess og hefur mjög komið við sögu slíkra mála undan- farin ár. Carlo Schmid er afkastamikill og víðfrægur rithöfundur, og hók hans um Macehiavelli nýtur hvarvetna mikillar viðurkenningar. Hann er einstakur mælskumaður, sjálfstæður og persónulegur í skoðunum og málflutningi og mjög vinsæll. Er honum hugleikið áhugamál, að samskipti Islendinga og Þjóðverja verði sem mest og farsælust í framtíðinni. Þótti Carlo Sclimid mikið til um náttúrufegurð íslands og framfarir þær, sem hér hafa orðið.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.