Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 36

Andvari - 01.04.1960, Side 36
34 GRÓÐUR Al; AKRl NJÁLS RÓNDA Á BLRGÞÓlíSIlVOLI ANUVAUI að ganga algjörlega framhjá þeim mögu- leika, að svo hafi verið á Bergþórshvoli. Skal því vikið nokkrum orðum að ýms- um nytjum, er hafa mátti af netlu. Er þess þá fyrst að geta, að basttrefjar tvíbýlisnetlunnar, sem geta orðið 70—80 sm langar, hafa löngum verið notaðar til vefnaðar. Netlunni var safnað saman, er hún var fullþroskuð. Síðan var stöng- ullinn lagður í bleyti til feygingar eins og lín. Losnaði þá bastið frá viðnum, og eftir hæfilega þurrkun, oftast sólþurrkun, var unnt að brjóta og skafa viðarflögurnar frá bastinu, sem síðan var snúið saman í þráð. Ur þessum þræði mátti þvínæst vefa ágæta dúka. Um það segir Björn Halldórsson í Sauðlauksdal: „Brenni- netla er ein vefnaðar urt, af henni hafa í öðrum löndum lín-líkir dúkar gjörðir verið, og slíka dúka brúka Kínakeisarar til sumarklæða." Einnig mátti á svipaðan hátt nota hana til pappirsgerðar. Unga netlu var unnt að nota til fóðurs og jafn- vel manneldis. Væri hún látin í kopar- ketil með kaldri keytu, var unnt að fá af henni grænan lit, sem nota mátti til litunar ullar og beina. Netla gat verið meðal við ótal sjúkdómum, en lækn- ingamátt sinn hefur hún áreiðanlega átt hinum svíðandi áhrifum brenniháranna að þakka. Og það er einnig þeirra vegna, sem hún er talin afbragð í vendi notaða til hýðingar á galdramönnum, en við slíka meðferð áttu þcir að missa allan galdramátt sinn. Ekki vcrður nú úr því skorið, hvort netlan á Bergþórshvoli er illgresi eitt úr bygginu eða hvort fólkið þar hefur mátt hafa af henni nokkrar nytjar. Það má geta þess til fróðleiks, að netla er ekki talin vera upprunaleg í gróður- lendi landsins, en því hefur verið haldið fram, að norskir landnámsmenn hafi flutt netluna með sér til íslands og þar hafi hún verið ræktuð til spuna, en ekki er mer kunnugt um, hvaða rök eru fyrir þessari ályktun. Ekki verður sagt, hvernig eða hvenær netlan flyzt að Bergþórs- hvoli, en hún hefur sem sagt vaxið þar nokkru fyrir sofnliúsbrunann. Og það furðulega er, að hún óx þar enn til skamms tíma. Má vel vera, að það hafi verið sami stofninn, því mjög er erfitt að uppræta netlu, þar sem hún hcfur eitt sinn náð rótfestu. Llm skurfuna og arfann er fátt annað að segja en að þau hafa efalaust verið illgresi á hinum ræktaða akri, illgresi, sem upphaflega hefur borizt til landsins með útsæðinu, eða með fóðri og húpcn- ingi. Af frjókornarannsóknum, sem gerðar hafa verið hér á landi úr jarðlög- um við forna bæi, sést, að mikil aukning hefur orðið af frjókornum jurta af arfa- ætt í landnámslögum, frá því, sem finnst í lögum þar fyrir neðan. Bendir það bein- línis til þess, að þá hafi haugarfanum fjölgað að mun. Ég hef getið þess áður, að ekki væri furðulegt, þótt það fyndist arfi hjá hinum ötulu áburðarnotendum á Bergþórshvoli. En það er eins og ólánið elti þessa ræktunarstarfsemi, og að lokum verður fylgifiskur hennar, arfinn, þeim feðgum að fjörtjóni, þegar brennumenn nota hann sem íkveikjuefni við Njáls- brennu. Nú kann mörgum að hafa fund- izt það undarlegt, að arfi skuli hafa verið nothæfur til íkveikju, einkum væri um haugarfa að ræða. Hafi það hins vegar verið arfablandinn hálmur, horfir málið iiðruvísi við, þar sem hálmurinn er mun eldfimafi en arfinn. Eitt er athyglisvert við frásögnina í Njálu, að sátan, sem brennumenn nota til íkveikju, stendur lyrir ofan húsin, en þar stóð einnig sofn- húsið, sem áður getur. Má þannig skýra þetta atriði sögunnar, að arfasátan hafi í raun og veru verið arfablandin hálmhrúga — hálmurinn úr bygginu, sem búið hefur verið að þreskja, og staðið hefur fyrir

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.