Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 91

Andvari - 01.04.1960, Síða 91
andvari RITSJÁ 89 til umhugsunar og víkkar sjóndeildarhring- inn. Er til dæmis drjúgur fengur að grein- unum um W. H. Auden, Ezra Pound, Anton Tsékov og Gerard Manley Hopkins, þó að yfirlitsmyndin sé dálítið losaraleg. Sigurður einbeitir sér jafnan að einstöku atriði í hverri grein, enda markar dagblaðið honum bás- inn. Þetta er gott, svo langt sem það nær, en stundum finnst manni aukaatriði verða fyrir valinu. Ennfremur á hann til að fara i hæpið manngreinarálit í umræðum sínum um ung skáld og bókmenntastefnur, og ýmsar fullyrðingar hans fá naumast staðizt, en að þessu skal nánar vikið síðar. Elöfundur skiptir bókinni í fimm megin- kafla og fer vel á því. Greinar um hliðstæð efni komast þannig í sambýli og verða sæmi- iega aðgengilegar, ef einhverjum dettur í hug að fara í eftirleit. Sé ég ástæðu til að lofa þessi vinnubrögð af því að oft brestur allmikið á um nákvæmni íslenzkra höfunda °g útgefenda í frágangi bóka. Efnisskipun er iðulega flaustursleg, svo að meginatriði týnast í aukaatriðum. En Sigurður A. Magnússon er saklaus af þessu. Ekki mun ég deila við Sigurð um þá agætu útlendinga, sem hann nefnir Snilldar- inenn í bók sinni, Samt kemst ég varla hjá að gera athugasemdir við örfá atriði. Sig- urður telur Mauriac „lítinn spámann" við hliðina á „trúarhetjum eins og Tolstoí, Dostójevskí eða Strindberg". Rússana læt eg hggja milli hluta, en furðuleg er sú hug- Evæmni að kalla þvílíkan heiðingja og Strindberg trúarhetju. Trúarhetja er sá, sem fórnar miklu fyrir trú sína í haráttu við samtíð og samfélag. Strindberg lenti víst aldrei í slíkri mannraun. Einkennileg er líka su skilgreining, sem fram kemur í þessum orðum Sigurður um Auden: „Hann áleit 1 upphafi að hægt væri að lækna kærleiks- snautt mannkyn með þjóðfélagsumbótum, en komst að raun um þann dapurlega sann- leik að ríkisvaldið getur ekki þvingað menn hl að elska“. Þetta mun fremur heimspeki en þjóðfélagsfræði, og mér finnst ótrúlegt, að Auden hafi nokkurn tíma ætlað ljóðum S1num það notagildi, að þau yrðu tæki niannkynsins til þess að framleiða ást eða elsku. Virðist sýnu nær lagi sú skýring, sem Sigurður setur fram í þessum orðum eftir sína heimspekilegu himnaför: „Við verð- um einstaklingar aðeins í samskiptum við aðra menn. Þess vegna eru einstaklingur- inn og þjóðfélagið hvort öðru ómissandi". Mikið var! Og fullfast virðist kveðið að orði fyrir munn Ezra Pound, þegar vaxta- kerfið í heild á að vera glæpur gegn náttúr- unni. Hefði ekki verið ástæða til að geta manneskjunnar í framhjáleiðinni? Loks stiklar Sigurður A. Magnússon stórkarlalega á staðreyndum, þegar hann segir um Bert- rand Russell: „Þykir hann mjög frjálslynd- ur í skoðunum og víða bregður fyrir sósíal- ískum kenningum, þó að hann sé raunar einn skeleggasti stuðningsmaður persónu- frelsis og einstaklingsframtaks, sem nú er uppi“. Aðkenningin af sósíalismanum í Russell er það smáræði, að hann stendur í fylkingarbrjósti fræðimanna jafnaðarstefn- unnar á Bretlandi. Þar fyrir er hann mál- svari persónufrelsis og einstaklingsframtaks, en slíkt þarf engum að koma á óvart. Russell er sem sé þeirrar skoðunar, að jafnaðar- stefnan sé einstaklingsframtakið í æðra veldi samvinnunnar og samhjálparinnar. Sigurð- ur A. Magnússon á hér í nokkrum erfið- leikum með útskýringu þess, sem Bertrand Russell er sjálfsagðir hlutir. Á víðavangi heitir annar meginkafli bókar- innar. Þar væri hægt um margt að deila, en ég læt nægja tvær aðfinnslur. Þátturinn um rökleysurnar á að vera gamansemi, en sú list lætur ekki Sigurði A. Magnússyni eins og bezt kemur fram í niðurlagsorðum greinarinnar: „Hafi ég með þessum pistli sýnt framá það með nokkrum rökum að rök eru vitagagnslaus, ja þá getur enginn rökelskur maður mælt rökum bót framar!" En þetta gerir sennilega lítið til. Mennirnir halda víst áfram enn um sinn að glíma við röksemdafærslurnar. Sleggjudómurinn urn Þórberg Þórðarson og Sigurð Jónasson er ósmekklegur og hæfir ekki Sigurði A. Magnússyni, sem er kurteis maður í dag- fari. Hann segir, að „Stjarnan í austri" hafi sennilega verið stofnuð um það leyti „sem sanntrúaðir marxistar eins og Þórhergur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.