Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 44

Andvari - 01.04.1960, Side 44
42 TRYGGVE ANDERSEN ANDVARI hennar að vori! Þó að Bertel hefði farizt, skyldi hún halda jörðinni, barnsins vegna, þó að hún yrði að þræla baki brotnu. Barnið skyldi ekki alast upp hjá ókunnugum og lifa á náðarbrauði. En ef henni yrði það nú um megn? Hún settist, kvíðafull, en beit á jaxlinn. . . . Það var veðdeildarlánið, sparisjóðslánið og hundrað króna skuldin í húðinni. Þau höfðu haldið erfisdrykkju, keypt bú föður hennar og borgað systur Bertels erfðahluta hennar. . . . En ef sýslumaðurinn kæmi nú og skrifaði upp hvert tangur og tetur og seldi það? Margrét skimaði kringum sig. Skattholið og hjónarúmið voru úr búi tengdaforeldra hennar. Kommóðuna, borðið og lampann hafði hún lagt í búið, einnig kúna. Legubekkinn, spegilinn, stólana og nýja ofninn höfðu þau keypt í borginni. Eldhúsáhöldin og horðbúnaðurinn voru að mestu leyti úr búi gamla mannsins. . . . Það var ekki mikið verðmæti í þessum hlutum, en þeir voru þeirra eign, allt um það, og hún gat ekki afborið að inissa þá, — nei, hún gat ekki afborið það. En ef hún gæti nú ekki haldið þeim! . . . Hún lét aftur augun. Tárin runnu niður kinnarnar, og hún laut áfram að nýju og lét liöfuðið hvíla á handleggnum. Hún skalf af ekka, svo að borðið hristist. Hún reyndi að harka af sér, en tárin streymdu og treyjuermin hennar varð rennvot. Klukkan í stofunni sló átta, og við það hrökk hún upp. Hún mundi, að hún var ekki búin að mjólka kúna. Það var farið að rökkva í stofunni, og það var orðið of dimmt til þess að fara á varðbergið. Annars hafði hún staðið þar morgun, kvöld og miðjan dag síðustu vikuna, enda þótt skyggnið hefði verið slæmt vegna regns og þoku, þangað til rofaði til í gær og sá til sólar. — Hvern skollann átti það að þýða að hafa uppi þetta stóra sigluljós? Að vísu har það meiri hirtu en gasljósið á bryggjunni, en því mátti ekki gleyma, að það hrenndi tuttugu pottum af olíu á vakt. . . . Kyndugur karl, þessi skip- stjóri! . . . Það var svei mér glatt á hjalla hjá skipverjunum! Þeir hlógu og æptu og sungu. Þeir voru að létta akkerum. Það glamraði í akkerisfestinni. . . • „I am bound for Rio Grandf' . . . Elomgrýtis öskur er þetta! . . . Haltu þér saman, déskotans svertingjaþrjóturinn þinn! Öskraðu ekki svo, að þú sprengh' í manni hljóðhimnumar! — Heyrðu mig, piltur minn, taktu niður þetta bjarta sigluljós! — Sparaðu olíuna. . . . Svona, svona, ekki að missa ráð og rænu. Þetta var ekki sigluljós. Það var tunglið . . . Báturinn sigldi beitivind í liægum sunnanbyr inn sundið milli eyjarinnar og yzlu skerjanna, sem straumurinn svarf og bárurnar lóuðu á með þungum

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.