Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 38

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 38
36 GUÓÐUK Al; AKIU NJÁLS ÍIÓNDA Á BERGÞÓRSHVOLl ANDVARI leg gerði og afmarka jafnvel sums staðar lögulega ferhyrninga. Er svæðið um hálfur hektari innan garða. Af þverskurð- um, sem grafnir voru í garðana í rann- sóknar skyni, mátti marka, hvernig hæð og gerð þeirra hefur verið. Eru þeir mjög svipaðir að gerð og garðar þeir, sem reistir hafa verið þar í sveit nú á tuttug- ustu öld. Skurðir hafa legið sinn hvoru megin við þá, en eru nú orpnir sandi, og eins hefur hlaðizt um 40 sm jarðvegslag yfir þá. Um miðju þessa jarðvegslags, sem hlaðizt hefur ofan á garðana, getur að líta öskulag. Telja fróðir menn í þeirri grein, að það sé úr Heklugosi frá árinu 1510. Hafi jarðvegsmyndun á þessu svæði verið jöfn fyrir og eftir gosið, ættu garðarnir að hafa verið hlaðnir um 1100 eða síðast á elleftu öld. En sennilegt er, að jarðvegsmyndun hafi orðið örari á seinni öldurn vegna aukins uppblásturs á afréttum, og gætu garðarnir eftir því að dæma verið nokkru eldri. Með frek- ari aðstoð öskulaga er unnt að greina yfirborðsjarðlag frá landnámstíð. Er það ákveðið af öskulagi, sem féll yfir staðinn við gos úr gíg nokkrum við Frostastaða- vatn, en þann gíg telur Sigurður Þórarins- son, jarðfræðingur, hafa gosið um land- nám. Frjókornarannsóknir, sem Þorleifur Einarsson, jarðfræðinemi, hefur fram- kvæmt á jarðlögum úr gerðinu sýna nú, að mikil aukning verður á frjókornum af jurtum hjartagrasaættar einmitt yfir landnámslaginu. Tilkoma hinna fjöl- mörgu hjartagrasafrjókorna stafar scnni- lega af því, að þá hefur arfinn hafið innreið sína. Og má álykta frá því, að garðarnir hafi verið teknir í notkun skömmu eftir landnám. Þá hefur ræktun liafizt með áburðarnotkun og arfinn komið í kjölfar hennar. En sennilegt er, að þar hafi enginn arfi vaxið áður. Frjókornum þessum fer fækkandi þegar ofar dregur í jarðveginum og bend- ir það til þess, að ræktun hafi þá aftur fallið niður. Það rná því telja víst, að garðar þessir hafi verið lilaðnir á land- námsöld, og þarna hafi einhver jarðyrkja verið stunduð í nokkurn tíma. Hefði ör- nefnið Línakrar ckki verið til, mátti hugsa sér, að þarna hefðu verið korngcrði. En engin ástæða er til þess að efast urn rétt- rnæti örnefnisins, því mjög er ósennilegt, að það hafi myndazt af öðru en því, að þarna hafi einmitt verið ræktað lín. Jarð- vcgur er þarna gljúpur og vel fallinn til ræktunar með nokkurri áburðarnotkun. Garðarnir hafa verið hlaðnir upp bæði til skjóls og varnar ágangi skepna. Eftir að lín hefur verið ræktað í elztu gerð- unum um nokkurn tíma, hefur nýjum verið aukið við, til þess að unnt væri að hafa sáðskipti og láta búsmala teðja í traðirnar þess á milli. Þannig hefur lín- inu vcrið séð fyrir nægurn áburði. Síðan hefur verið unnt að feygja línið í nær- liggjandi mýri eða einhverjum lónum úr Affallinu. Eftir þurrkun hefur hálmur- inn sennilega verið settur í hjall eða fluttur til bæja. Nú er þess að geta, að á tveimur stöðum á akrinum eru leifar eftir einbver byrgi, og gæti línhálmur- inn einmitt hafa verið geymdur í þeim. Af stærð hinna einstöku gerða má nokkuð marka, hve hin árlega ræktun hefur getað verið mikil. Hafi bóndinn á Bergþórs- hvoli árlega fullnotað eitt gerði, hefur hann getað fengið úr því stærsta um 100 kg. af unnum línþræði. Úr þessunr þræði hefði mátt spinna og vefa um finnn hundruð álnir af tvíbreiðu lérefti. Vel getur línið hafa verið selt og ofið a bæjunum í kring, en ekki er ósennilegt, að lín úr þessum gerðum hafi einhvern tíma verið ofið í vefjarstofunni á Berg- þórshvoli, þar sem Sæunn kerling og þnr menn aðrir brunnu inni við Njálsbrennu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.