Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 70

Andvari - 01.04.1960, Side 70
68 JÖNAS JÓNSSON ANDVARI anna. Leil hans að höfundi Njálu bar engan árangur. A sömu leið fór um skýringar hans á uppruna íslenzku þjóð- arinnar. Ymislegt þótti greindarlegt í þessum hugleiðingum Barða, en ritgerðir um svo fjarstætt efni gátu ekki átt erindi nema til örlítils hluta af viðskiptavinum menningarsjóðs. í allmörg ár var And- vari, almanak Þjóðvinafélagsins og Njálu- ritgerðir Barða Guðmundssonar þungur mótlætiskross á útgáfu, sem átti að flytja yl og birtu þjóðmenningar inn á þúsundir íslenzkra heimila. VII Svo bar við, að eftir lok fyrra stríðs- ins ritaði prófessor Sigurður Nordal mjög eftirtcktarverða ritgerð um nýstár- legan stuðning við heimilis- og bókmcnn- ingu þjóðarinnar. Lagði hann í þessum ritgcrðum til að hafizt yrði handa með stórfellda útgáfu erlendra úrvalsbóka í íslenzkum þýðingum. Gerði hann ráð fyrir að árlega yrðu gefnar út 150—200 arkir með þessum hætti. Skyldu svo oft sem unnt væri fylgja skýringargreinar um hina erlendu höfunda og verk þeirra, sem þýdd væru á vegurn þessarar miklu ríkisútgáfu. Ritgerð Nordals var vel tekið, en enginn flokkur eða stjórn gerði hugsjón þessa að sínu áhugamáli, enda gætti kreppu og samdráttar í efnahagslífi þjóðarinnar eftir að Versalafriðurinn var saminn. En með því að Sigurður Nordal þekkti vel af eigin reynd menningarlíf ís- lenzkra góðbyggða urn síðustu aldamót og var jafnframt forystumaður í norrænu- deild háskólans, þá mun þessi tillaga hans um íslenzk bókmenningarmál lengi verða í góðu gildi. Þykir mér þess vegna við eiga að birta orðrétt stuttan kafla úr þessari Skírnisgrein með því að hún gctur reynzt þýðingarmikil bending um framtíðaraðgerðir í sjálfsmenntun Is- lendinga. Sigurður Nordal scgir: „Við val fræðibókanna er í raun og veru enn fleira að gæta en við val skáld- ritanna. Alveg sjálfsagt má telja að fylla fyrst upp i verstu eyðurnar í fræðibók- menntum okkar. En auðvitað ættu líka heima í þessum flokki ritgerðir (essays), ferðabækur, ævisögur stórmenna, skrif- aðar af sjálfum þeim eða öðrum, vísinda- rit, sem rnarkað hafa tímamót og eru ekki of örðug handa alþýðu. Sumar fræði- bækurnar kynni að mega laga að nokkru við hæfi íslendinga, setja inn íslenzk dærni í stað útlendra o. s. frv. Væri sjálf- sagt að leita þar aðstoðar sérfróðra manna. Annars léttir það völina, ef rnark bók- anna gleymist aldrei, ef orðið sjálf- menntun er sífellt haft í huga. Báðir hlutar þess eru þrungnir af leiðbeiningu. Bækurnar verða að vera svo, að menn geti lesið þær sjálfir, af eigin hvöt og hjálparlaust. Þær verða að vera svo skemmtilegar aflestrar og auðskildar sem efnið frekast leyfir. Þær mega ekki vera of stuttorðar, ekki líkjast jarðatali eða markaskrám. Bækur eins og Sjálfsfræðar- inn (ef nokkur man eftir honum) voru eins óhæfar og hægt var, einmitt til sjálfs- fræðslu. Þær voru stuttar, þurrar og strembnar, mátti nota þær við kennslu, með því móti að kennarinn fyllti út í þær, klæddi beinagrindina holdi, og gengi svo eftir, að öll meginatriðin hefðu fest sig í minni. En enginn hefir nokkurn tírna lesið þær með alhuga þess, sem fróðleiks leitar og finnur rétta bók. Fleiri slíkum fyrirtækjum hefir verið hrundið af stað (m. a. af Bókmenntafélaginu), en hafa veslazt upp. Ekki af því að þörfin hafi ekki verið nóg, heldur af því að stjórn hefir vantað og bolmagn til þess að framfylgja hugmyndinni. Fræðibækur, sem menn eiga að geta fært sér sjálfir í nyt, eiga að vera ýtarlegar, en taka fyrir mjög takmarkað svið, ef þær eru stuttar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.