Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 73

Andvari - 01.04.1960, Side 73
andvari MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐU R 71 úrvalsritin of lítil í sniðum, en það var gert með ráðnum hug. Allsherjar út- gáfur á ritum stórskálda eru mikil fyrirtæki og kostnaðarsöm. Bókamenn og bókasafnendur kaupa þvílíkar út- gáfur, en þær eru ofurefli öllum þorra heimila. Þar skiptir mestu máli að börn og ungmenni geti svo að segja fæðzt upp í sambýli við úrval af verkum þýðingarmestu rithöfunda landsins. Þegar Matthías var smali hjá frændfólki í Döl- um mælti mjaltakona við kvíavegginn fram Gunnarshólma við tilvonandi skáld, sem kynntist þá kvæði Jónasar í fyrsta sinn á mjög yfirlætislausan hátt, en Matthías gleymdi aldrei þessum fyrstu kynnum. Ungmenni, sem eru ljóðelsk að eðlisfari, leita skjótt frá úrvalsritum æsku- daganna til bókasafna þar sem til eru allsherjar útgáfur á verkum þeirra höf- unda, sem æskumennin vilji kynnast ýtarlega. Urvalsljóð menntamálaráðs verða enn dýrmætari þegar lengra líður frarn á öld svokallaðra rímlausra ljóða. Undir þeim kringumstæðum verða litlu ljóðahækurnar fyrsta varnarlína hinnar þjóðlegu bókmenningar. Menntamálaráð hefir ekki enn gefið út úrval sumra elztu og frægustu skáld- anna. Enn vantar skörungana Grön- dal, Steingrím Thorsteinsson, St. G. St., Guðm. Guðmundsson, Jakob Thoraren- sen, Einar Kvaran og Orn Arnarson. Af viðskiptaástæðum hefur menntamálaráð ekki enn fengið að gefa út úrval af ljóð- um Einars Benediktssonar, Þorsteins Erlingssonar, Davíðs Stefánssonar og T ómasar Guðmundssonar. En þegar að því kemur að tæmd eru Ijóðasöfn þjóðskáldanna er nokkur hætta a að tiltækilegt þyki að gefa út rímlaus Ijóð, en þá væri byrjað að blanda mjöð- >nn. Þá er önnur leið opin eða öllu heldur tvær. Fyrst bcr að gefa út úrval ís- lenzkra skáldsagna og gera þeim höfund- um jafnhátt undir höfði eins og ljóð- skáldunum. Er þar nú þegar af miklu að taka. 1 öðru lagi er Þráinn frændi Gunnars, þó að hann sé ekki Gunnar sjálfur. Þjóðin á ennfremur fjölmarga aðra ágæta rithöfunda í óbundnu máli og er þar margs að minnast frá fornöld til nútíma. En þó að hugur nútíma- manna hverfi fyrst að bókmenntum 19. og 20. aldar, þá á þjóðin fjölmarga snjalla höfunda í óbundnu máli eftir daga Svein- bjarnar Egilssonar. Má í því efni minna á Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jónsson, Helga Péturss, Jón AÖils, Elarald Níelsson, Magnús Helgason, Guðmund Finnbogason, Ágúst Bjarnason, Gest Páls- son, Einar Kvaran, Kamban, Nordal, Sig- urð Guðmundsson o. s. frv. VIII Tvö höfuÖrit heimsbókmenntanna, Anna Karenina eftir Tolstoj og Heims- kringla Snorra Sturlusonar, voru félags- bækur í sjö bindum, eitt bindi árlega. Tolstoj-þýöingin var mjög vönduð, en þar urðu þau mistök, að ekki fylgdi fyrsta heftinu ritgerð um skáldið og söguna. I Ieimskringla er í senn frægasta og rnest vanrækta bók á íslandi. Útgáfa mennta- málaráðs var eiginlega einskonar land- námsverk á sögueyjunni. Páll E. Ólason bjó Heimskringlu undir prentun, en þeim mikla sagnfræÖingi láðist að rita skemmtilegan formála um Snorra og af- rek hans. Pétur Magnússon veitti mennta- málaráði 60 þús. kr. styrk til að geta komið Heimskringlu inn á hvert heimili. Með þessum tveim riturn hafði útgáfan markað stefnu, sem ekki má víkja frá. Félagar í þjóðarútgáfunni, eins og hún var nefnd í fyrstu, fengu í sjö ár í sitt bókasafn lífræna grein af heimsbók- menntunum. En þar skyldu fleiri eftir fara. Hómersþýðing Sveinbjarnar Egilssonar

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.