Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 69

Andvari - 01.04.1960, Page 69
ANDVAKI MENNTAMÁLAKÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 67 minjavörður tók venjulega við öllum myndum jafn skjótt og þær voru keyptar og kom þeim fyrir í eldtryggu herbergi í kjallara Arnarhvols. Vegna þrengsla í geymslunni og af öðrum ástæðum dreifði ég þá allmiklu af góðum málverkum á opinberar stofnanir, stjórnarráð, háskólann og flesta stærri skóla landsins. Þessi ráð- stöfun var heppileg og hafði vekjandi áhrif á listasmekk í ungmennaskólum landsins. Bókaútgáfan hefir tengt menntamála- ráð og menningarsjóð fastari tengslum við allan almenning heldur en hinar tvær starfsgreinarnar og mun svo enn verða. Með breytingu þeirri, sem Gylfi Gíslason hefir staðiÖ fyrir á löggjöf um skipulag menningarsjóðs má segja, að náttúrufræðideildin sé flutt frá mennta- málaráði undir annarlega yfirstjórn. Lista- deildin færir hinsvegar út kvíarnar með auknum fjárráðum og er nú tími til kominn, að hafizt verði handa um skipu- legan undirbúning að fullkomnu lista- safni. Verður sá þáttur tekinn til með- ierðar síðar í þessari grein. Menntamálaráði tókst í byrjun síðara stríðsins, þegar borgaraflokkarnir þrír stóðu saman um þjóðstjórn, að koma á skipulegri og félagsbundinni útgáfu bóka til nálega 13 þúsund áskrifenda. Bar margt til að í svo mikið var ráðizt. Þjóðin er ákaflega bókelsk og í engu landi mun vera jafnalmenn hneigð hjá ríkum mönn- um og efnalitlum að eignast heimilis- hókasafn, stór eða lítil eftir ástæðum. Mikill vandi var á höndum menntamála- ráðs að velja heppilegan bókaforða handa svo miklum fjölda fastra kaupenda. Vand- inn óx við að oft verða allmiklar hreytingar á fulltrúum flokka í ráðinu yið nýjar kosningar. Oft var ekki til lengdar fylgt óhvikulli stefnu um bóka- valið. Þó hefir samkomulag að jafnaði verið tiltölulega gott í ráðinu og sjaldan eða aldrei gætti flokkadrátta. Fyrstu árin reis óánægja gegn bókum sem áttu skilið góða dóma. Sultur Hamsuns er mikið listaverk, ekki sízt í hinni ágætu þýð- ingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hliðstæðum andróðri var beitt gegn öðru heimsfrægu listaverki, sögu Viktoríu drottningar í þýðingu Kristjáns Alberts- sonar. Þar var ein prentvilla gerð að höfuðsynd og bókin talin óhæf í góð- um bókasöfnum. Þessi bók er heims- frægt snilldarverk í nútímasögu og hefir höfundurinn Lytton Strachey orðið brautryðjandi í söguritun þar sem snjallir rithöfundar eru að verki, enda var for- dæmið hugstætt íslendingum vegna þess að list þessa höfundar er náskyld sögu- ritun hinna beztu íslendingasagna. Þýð- ingin var auk þess mjög snjöll og vel gerð svo sem vænta mátti. Þriðja bókin, sem illvígir andróðursmenn spilltu fyrir, var Gallastríð Sesars í þýðingu Páls Sveins- sonar. f öllum þessum tilfellum var and- róÖurinn byggður á óvild til hinnar stór- tæku útgáfu menntamálaráðs og gætti þar fyrst og fremst afbrýði óánægðra keppinauta. Ef útgáfan hefði ráðið yfir góðu tímariti sem skýrði málefni mennta- málaráðs hlutlaust og með réttum rök- um hefði þar mátt leggja fram fyrir kaupendur rétt rök í þessum útgáfu- málum. Síðan útgáfa menningarsjóðs og ÞjóÖvinafélagsins hefir verið sam- einuð, er auðvelt fyrir útgáfustjórnina að ná tali af félagsmönnum í Andvara, en það tækifæri var ekki notaÖ nógu snemma. Alþingi sinnti ekki málum Þjóðvinafélagsins svo sem því bar skylda til, jafnvel vanrækti að kjósa menn í stjórn þess. Enn bar þaÖ til, að einn af fulltrúum flokkanna í útgáfustjórn- inni, sagnfræÖingurinn Barði Guðmunds- son, hóf á vegum menningarsjóðs áróður fyrir sérkennilegum og lítið vinsælum kenningum um uppruna fornbókmennt-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.