Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 23

Andvari - 01.04.1960, Page 23
andvari STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON 21 Allir gera mér rangt til, af því að enginn skilur mig nema ég sjálfur, sagði Drottinn. Og þú veizt, að ég fyrirgef ævinlega allt.-------- Hvað þykir þér að? spurði Drottinn. Mennimir eru alltaf að leita. Að hverju eru þeir að leita? spurði Drottinn. Að farsælclinni. En þeir finna liana ekki. Þeir leita þar sem sízt skyldi. En ég er sjálfur í leitinni, sagði Drottinn.------- I stað farsældarinnar finna mennirnir alltaf sorgina. Elún þjakar þeim í ótal myndum, sagði engillinn. En ég er sjálfur í sorginni, sagði Drottinn. Ekki er þetta heldur lakast, sagði engillinn. Hvað er þá lakast? spurði Drottinn. Syndin, sagði engillinn. Mennimir eru svo vondir. Þeir hirða ekkert um þíg- Og þeir gera hver öðrum svo mikið mein. En ég er sjálfur í syndinni, sagði Drottinn. Þá féll engillinn fram á ásjónu sína fyrir miskunnsemdanna föður, sem hafði tekið sér bústað í öllu — og líka í syndinni. Hér er ekki aðeins um að ræða sameiginlegan uppruna ills og góðs, eins °g hjá Einari Benediktssyni, lieldur eru algyðistrúin (panþeisminn) og ein- hyggjan (mónisminn) svo víðtæk, að guð hýr í öllu og allt er guðlegs uppmna, jafnt illt sem gott. í skýringu á lífsskoðun sinni í samhandi við þetta ævintýri segir Einar réttilega, að við „finnum aldrei það illa hreinræktað, einangrað frá öllu góðu.“23 Gegn þessu mætti reyndar tefla því, að við þekkjum ekki heldur — úr reynslu okkar í lífinu — hið góða hreinræktað, einangrað frá öllu illu. En allt um það er sú trú Einars og kenning, að guð sé algóður og almáttugur, en hið illa sé ekki til, og frumafl tilverunnar sé aðeins eitt og það sé gott.24 Jafnvel syndin er frá guði runnin. Hún er, að dómi Einars, ein af þroska- leiðunum, eitt af reynsluráðunum, sem guð hefur fyrir mennina lagt, að vísu krókastígur, sem liggur úr leið, en þó til þess lagður að gera mönnum ljósari ófærurnar og beina þeim þar með á réttar brautir — þrengingar, sem verða dl leiðbeiningar, þjáning, sem leiðir til farsældar, villigötur, sem ljúka upp augum manna og greiða þeim þannig leiðina til lífsins. En nú kunna einhverjir að spyrja sem svo: Hvemig fer um þá, sem Vlkja aldrei af vegi syndarinnar? Er ekki hættan — glötunin — til, þrátt fyrir allt? Einar svarar því til, að þeir, sem sjá sig ekki um hönd í jarðlífinu, geri það annars heims. Afvegaleiðsla syndarinnar stefni alltaf til farsældar, hafni

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.