Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 89

Andvari - 01.04.1960, Síða 89
andvari RITSJÁ 87 Kristján gefur ritum sínuni aldrei meiri lær- dómsbrag en efnið krefst óhjákvæmilega hverju sinni, en leyfir frjórri stílgáfu sinni og sérstökum hæfileikum til ljósrar og alþýð- legrar framsetningar að njóta sín eftir föng- um. Jafnvel doktorsritgerðin var áhugasöm- um leikmönnum bráðskemmtileg aflestrar á löngum köflum. „Stakir steinar" eru búnir öllum beztu kostum fyrri rita Kristjáns, skyldastir „Gengið á reka“ að allri gerð og áþekkir í sniðum. Báðar hafa bækurnar t. d. að geyma tólf þætti, listræna að stíl og byggingu. Þó er ýmislegt, er þær skilur. í fyrri bókinni gerði höfundur skil einstökum fornum mun- um eða minjafundum, þættirnir voru í eðli S1nu stúdíur um nokkur atriði íslenzkrar fornleifafræði og fornrar menningarsögu, og hefði bókarheidð Stakir steinar átt fullt eins vel við þar. Sumir þættir „Stakra steina“ hafa hins vegar almennt þjóðminja- ]egt gildi, en fjalla ekki um einstaka muni eða minjar, eins og brátt verður að vikið. Auk þess spannar síðari bókin miklu lengri tima í þjóðarsögunni en hin fyrri, og í heild ber hún vitni um aukinn þroska og víðari yfirsýn höfundar, eins og að líkum líEtur. Upphafsþáttur bókarinnar, Munir og minjar, er í rauninni hugvekja, rituð, eins °g höfundur kemst að orði, „til að beina huga almennings að verndun og varðveizlu gamalla minja í landinu". Allir þeir, sem hafa undir höndum gamla muni eða fást við að dytta að þeim eða vinna við störf, sem hafa jarðrask í för með sér, t. d. bændur, ýtustjórar og vegagerðarmenn, ættu að lesa þessar leiðbeiningar með athygli. Tveir bsttir bókarinnar eru í eðli sínu huganir (essays), íslands þiísund ár, um þyrnirósar- svefn íslenzkrar atvinnuþróunar (helzt til hátíðlegt orðalag hjá okkur báðumr), og lokaþáttur bókarinnar, Fjöður og meitill, shemmtilegur samanburður á menningu Gotlands og íslands. Raunar er það á fárra hmi að skrifa góðar huganir, en þessar þrjár ritgerðir taka af skarið um það, að Kristján er fyllilega þeim vanda vaxinn, enda er margt í þáttum hans, bæði hinuin eldri og yngri, svo sem svifléttur stíll, hug- kvæmni og skarpskyggni, er kemur í góðar þarfir við iðkun þessarar íþróttar. í fjórum þáttunum er efnið sótt í rannsóknir fornra minja. Enginn þessara þátta er í rauninni sérlega efnismikill nema hinn síðasti, Svipir í Flatatungubæ, unt hinar merkilegu, út- skornu fjalir, sem varðveittust í Flatatungu um 900 ára skeið (NB! Það eru ekki fjal- irnar með leifunum af dómsdagsmyndinni, sem dr. Selma skrifaði um sína ágætu bók). Ef rniðað væri við tréskurðarleifar einar, mætti ætla, að Skagafjarðardalir hefðu verið miðstöð heimsmenningarinnar á 11. öld. Líklega hafa íslendingar allir verið meiri heimsborgarar um það leyti en nokkurn tíma fyrr eða síðar. Ef landið væri ckki slíkt rigningabæli sem raun ber vitni, liefði varð- veitzt hér miklu meira af fornum lista- verkum. Við eigurn það að þakka tiltölu- lega lítilli úrkomu í Skagafjarðardölum, að áðurnefndir fjalarbútar eru enn til. Val- þjófsstaðahurðin hefur varðveitzt í heilu líki, af því að Fljótsdalurinn er enn veður- sælli en Skagafjarðardalir. — Hannyrðakona úr heiðnum sið er haglega gerð svipmynd úr daglega lífinu á 10. öld. Smásaga um tvær nælur — og þrjár þó er gott dæmi um það, að mikið má oft gera úr efni, sem í augum leikmanns virðist rýrt, a. m. k. við fyrsta álit. Þátturinn sýnir einnig, að erfitt er — og oft varhugavert — að draga miklar ályktanir af einangruðum fornleifafundi. Hins vegar gerbreytir annar eða þriðji fundur sambærilegra gripa stundum öllum viðhorfum fornleifafræðingsins. Brunan'tstir á Bergþórshvoli veita því miður ekki aðra vitneskju en þá, að þar hafi brunnið fjós snemma á öldum, og skal engan undra, þó að það félli í fyrnsku, en minningin um Njál og heimafólk hans lifði. Kolaður raftur, sem fannst í fjósrústunum, hefur samkvæmt niðurstöðum atómvísinda verið lifandi birkitré einhvern tíma á ára- bilinu 840—1040, og þess vegna geta sagn- fræðingar og bókmenntafræðingar og öll alþýða með þeim trúað því enn um sinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.