Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 67

Andvari - 01.04.1960, Side 67
andvari MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 65 inna nefnda er að skipta árlega því fé, sem Alþingi veitir til viðurkenningar skáldum og listamönnum. Þetta mál hafði valdið þingmönnum miklum erfiðleikum, frá því að skáldalaun komu fyrst til sögunnar. Umræðurnar í þinginu um verðleika skáldanna voru að öllum jafnaði mjög særandi fyrir skáldin og ekki vel fallnar til að auka hróður Alþingis. Nú var tekinn upp sá siður að hlutlaus nefnd, kosin af Alþingi, skipti fé á lokuð- um fundi. Ef deilt var um málið, þá voru þær umræður ekki prentaðar. Menntamálaráð eða meðhjálparmenn þess hafa síðan farið með þessi fjár- skipti, ef frá er talið eitt ár, þegar skáldin sjálf skiptu heiðurslaunum sínum. Kom þá í ljós, að skáldin áttu enn erfiðara með að leysa þennan vanda heldur en sjálfir þingmennirnir og óskuðu einskis fremur en að vera leystir frá þessum vanda. Er óhætt að fullyrða að skálda- launaskipting á vegum þingkosinna nefnda er bezta fyrirkomulag, sem enn hefur fundizt til úrlausnar í þessu máli. Annað vandaverk menntamálaráðs er að kaupa listaverk fyrir landsins hönd. Þó að tekjur menntamálaráðs hafi stundum verið litlar hefur ríkið nú eignazt lista- verk sem skipta hundruðum fyrir að- gerðir þessarar stofnunar. Ríkið hafði áður með erfiðleikum keypt fáein lista- verk, svo sem ,,Skógarhöll“ Kjarvals. Ahugamenn í Reykjavík höfðu árið 1911 gefið ríkinu „Áningu" Þórarins Þorláks- sonar, en með þeim vinnubrögðum gat 'undið aldrei eignazt listasafn og þá hefðu listamenn ekki haft annan markað fyrir verk sín en kaup örfárra einstaklinga. Þriðja hlutverk menntamálaráðs er að hafa yfirumsjón með listaverkasafni hmdsins og undirbúa byggingu lista- og nattúrugripasafns í Reykjavík. Mennta- málaráð hefur um stundarsakir ráð yfir einni hæð í Þjóðminjasafninu. Þar er fyrir komið nokkru af listaverkum, cn flest þeirra eru þó ennþá í geymslu sök- um rúmleysis. Ekki hefur menntamála- ráð haft aðstöðu eða viðleitni í þá átt að undirbúa stofnun lista- og náttúru- gripasafns. Uthlutun námsstyrks hefur orðið mikið verk fyrir menntamálaráð. Nú skijita þau ungmenni hundruðum er fá ríkisstyrk eða lán til náms erlendis. Það var fyrr á árum tilviljunarkennd vinna alþingis. Skipting menntamálaráðs á námsfé nýtur almennra vinsælda. Koma aldrei fram kærur urn hlutdrægni eða misnotkun þess fjár. Menntamálaráð útvegaði ókeypis far milli Islands og annarra landa til manna sem fóru til útlanda til að leysa vanda eða nauðsynlegra erinda. En nú cr sú leið lok- uð. Þegar ég var að undirbúa lögin um menntamálaráð, hafði Eimskipafélagið notið skattfrelsis um nokkur ár, en þurfti að framlengja leyfið á flestum þingum um langt skeið. Ég bar þá fram tillögu í þinginu um að undanþága væri veitt með því skilyrði að félagið léti menntamála- ráð hafa til ráðstafana 60 farmiða á ári til ókeypis flutnings milli Islands og út- landa. Skyldi þar byggt á viðurkennd- um verðleikum skálda og listamanna og efnilegra námsmanna. Félagið tók vel þessum kosti og mun menntamálaráð hafa með þessum hætti létt utanfarir mörg hundruð manna, eldri og yngri um aldarfjórðungsskeið. Þegar ég mælti með þessari tillögu minntist ég séra Matthíasar Jochumssonar og hinnar ríku þarfar hans til að bregða sér utan til andlegrar hress- ingar og þeirra erfiðleika, sem hann og margir aðrir íslenzkir hugsjónamenn hafa orðið að yfirstíga til að geta fullnægt eðlilegri útfararþrá. Þessi ráðstöfun var gagnleg og vinsæl. Nú hafa þessi hlunn- indi fallið niður, því að Eimskipafélagið býr nú við kjör almennra skattgreiðenda.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.