Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 73

Andvari - 01.04.1960, Síða 73
andvari MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐU R 71 úrvalsritin of lítil í sniðum, en það var gert með ráðnum hug. Allsherjar út- gáfur á ritum stórskálda eru mikil fyrirtæki og kostnaðarsöm. Bókamenn og bókasafnendur kaupa þvílíkar út- gáfur, en þær eru ofurefli öllum þorra heimila. Þar skiptir mestu máli að börn og ungmenni geti svo að segja fæðzt upp í sambýli við úrval af verkum þýðingarmestu rithöfunda landsins. Þegar Matthías var smali hjá frændfólki í Döl- um mælti mjaltakona við kvíavegginn fram Gunnarshólma við tilvonandi skáld, sem kynntist þá kvæði Jónasar í fyrsta sinn á mjög yfirlætislausan hátt, en Matthías gleymdi aldrei þessum fyrstu kynnum. Ungmenni, sem eru ljóðelsk að eðlisfari, leita skjótt frá úrvalsritum æsku- daganna til bókasafna þar sem til eru allsherjar útgáfur á verkum þeirra höf- unda, sem æskumennin vilji kynnast ýtarlega. Urvalsljóð menntamálaráðs verða enn dýrmætari þegar lengra líður frarn á öld svokallaðra rímlausra ljóða. Undir þeim kringumstæðum verða litlu ljóðahækurnar fyrsta varnarlína hinnar þjóðlegu bókmenningar. Menntamálaráð hefir ekki enn gefið út úrval sumra elztu og frægustu skáld- anna. Enn vantar skörungana Grön- dal, Steingrím Thorsteinsson, St. G. St., Guðm. Guðmundsson, Jakob Thoraren- sen, Einar Kvaran og Orn Arnarson. Af viðskiptaástæðum hefur menntamálaráð ekki enn fengið að gefa út úrval af ljóð- um Einars Benediktssonar, Þorsteins Erlingssonar, Davíðs Stefánssonar og T ómasar Guðmundssonar. En þegar að því kemur að tæmd eru Ijóðasöfn þjóðskáldanna er nokkur hætta a að tiltækilegt þyki að gefa út rímlaus Ijóð, en þá væri byrjað að blanda mjöð- >nn. Þá er önnur leið opin eða öllu heldur tvær. Fyrst bcr að gefa út úrval ís- lenzkra skáldsagna og gera þeim höfund- um jafnhátt undir höfði eins og ljóð- skáldunum. Er þar nú þegar af miklu að taka. 1 öðru lagi er Þráinn frændi Gunnars, þó að hann sé ekki Gunnar sjálfur. Þjóðin á ennfremur fjölmarga aðra ágæta rithöfunda í óbundnu máli og er þar margs að minnast frá fornöld til nútíma. En þó að hugur nútíma- manna hverfi fyrst að bókmenntum 19. og 20. aldar, þá á þjóðin fjölmarga snjalla höfunda í óbundnu máli eftir daga Svein- bjarnar Egilssonar. Má í því efni minna á Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jónsson, Helga Péturss, Jón AÖils, Elarald Níelsson, Magnús Helgason, Guðmund Finnbogason, Ágúst Bjarnason, Gest Páls- son, Einar Kvaran, Kamban, Nordal, Sig- urð Guðmundsson o. s. frv. VIII Tvö höfuÖrit heimsbókmenntanna, Anna Karenina eftir Tolstoj og Heims- kringla Snorra Sturlusonar, voru félags- bækur í sjö bindum, eitt bindi árlega. Tolstoj-þýöingin var mjög vönduð, en þar urðu þau mistök, að ekki fylgdi fyrsta heftinu ritgerð um skáldið og söguna. I Ieimskringla er í senn frægasta og rnest vanrækta bók á íslandi. Útgáfa mennta- málaráðs var eiginlega einskonar land- námsverk á sögueyjunni. Páll E. Ólason bjó Heimskringlu undir prentun, en þeim mikla sagnfræÖingi láðist að rita skemmtilegan formála um Snorra og af- rek hans. Pétur Magnússon veitti mennta- málaráði 60 þús. kr. styrk til að geta komið Heimskringlu inn á hvert heimili. Með þessum tveim riturn hafði útgáfan markað stefnu, sem ekki má víkja frá. Félagar í þjóðarútgáfunni, eins og hún var nefnd í fyrstu, fengu í sjö ár í sitt bókasafn lífræna grein af heimsbók- menntunum. En þar skyldu fleiri eftir fara. Hómersþýðing Sveinbjarnar Egilssonar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.