Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 40
38 BENEDIKT TOMASSON ANDVAHI borg, sem leggur tiltölulega jafnlítið í móti og vanrækir heilbrigðismál sín svo blygðunarlaust sem Reykjavik gerir, kann ]iað að vera vorkunnarmál, að al- menningi hverfi heilbrigðisstjórn Reykjavíkur, en annað mál er, hversu sann- gjarnt það getur talizt, að ávirðingar hennar skelli undantekningarlaust á heil- brigðisstjórn rikisins . . . í Reykjavík er tilfinnanleg sjúkrahúsekla, sem ekki er furða, því að svo sem auðvitað er, á Reykjavík ekkert almennt bæjar- sjúkrahús og er áreiðanlega algert einsdæmi í veröldinni um jafnstóran bæ, þar sem heilbrigðismálum er á annað borð skipað á svipaðan hátt og hér, og tekur þó út yfir um höfuðborg." í Læknar á Islandi (1970) segir, að í október 1948, sama ár og ofanskráð ummæli voru rituð, hafi verið „flutt í bæjarstjórn Reykjavíkur tillaga um ráðstafanir til aukningar sjúkrahúskosti bæjarins.“ Var þetta upphaf að hinni miklu byggingu Rorgarspítalans í Fossvogi, sem byrjað var að taka í notkun árið 1966 og komst siðan að fullu í gagnið næstu árin. Skortur á hjúkrunarfræðingum er ekki nýbóla, og hafði Vilmundur miklar áhyggjur af honum. Um þennan skort og tillögur til úrbóta ræðir í bréfi til dómsmálaráðuneytis 1944, og er fyrirsögn: „Um endurskipun hjúkrunarfræðsl- unnar og þörf á sérstöku húsi handa hjúkrunarkvennaskólanum.“ Og um sama efni ræðir i bréfi til bæjarráðs Reykjavíkur 1948 með fyrirsögn: „Um hugsan- lega samvinnu rikisins og Reykjavíkurkaupstaðar um hjúkrunarkvennaskóla- hús.“ 1 fyrrnefnda bréfinu segir m. a.: „Eins og ráðuneytinu er kunnugt, er skortur hjúkrunarkvenna ískyggilega mikill, svo að til vandræða horfir um, að unnt verði að halda í horfinu um rekstur sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana, sem fyrir eru, að ekki sé talað um aukningu þeirra stofnana og nýjar stofnanir, sem brýn þörf er á að koma upp, enda verið að setja sumar þeirra á laggimar, en aðrar eru í undirbúningi (heilsuverndarstöðvar, drykkjumanna- hæli, fávitahæli, fæðingarstofnun, vinnuhæli berklasjúklinga og annarra ör- yrkja, barnaspítali, hæli fyrir vandræðabörn og unglinga o. s. frv.). Auk þess er sivaxandi þörf vel menntra hjúkrunarkvenna við margvisleg félagsstörf og þá fyrst og fremst hvers konar heilsuverndarstörf og heilbrigðiseftirlit.“ 1 bréfinu til bæjarráðs lýsir Vilmundur þeirri skoðun sinni, að það sé „alls ekki sjálfsagður hlutur, að hjúkrunarkvennaskóli rekinn á vegum rikisspital- anna leysi hjúkrunarkvennaþörf almenns bæjarsjúkrahúss, þegar til kemur . . . Þegar Reykjavík hefur eignazt almennt bæjarsjúkrahús við hæfi, er auðvitað ein hin sjálfsagðasta þörf þess og skylda að mennta sínar eigin hjúkrunar- konur . . . enda nægilega stói' sjúkrahús óhjákvæmilegur grundvöllur allrar hjúkrunarkvennamenntunar.“ Siðan beinir bréfritari þeirri spurningu til bæj- arráðs, „hvort það, að athuguðu máli, mundi ekki sjá hag bæjarins í því að bjóða fram samvinnu sína til að hrinda af stað byggingu fyrirhugaðs hjúkrun- arkvennaskólahúss Landsspítalans.“ Gætu þessir aðilar þá staðið saman um hjúkrunarfræðsluna. Rréfi þessu var ekki svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.