Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 79

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 79
ANDVARI ÞRJÁR SÖGUR 77 á vinstri hlið og var að velta þvi fyrir sér, hvað þetta væri. En þá settist hún á eyrað. Og hann þóttist nú skynja þetta væri allstór fluga sem að honum sótti: Hann danglaði í eyrað, klóraði sér. Fór að hugsa hvaða ásókn þetta væri. En varð að gæta sín, því hann vildi ekki drepa fluguna. Lá rólegur enn um stund, taldi sig ýmist vakandi eða sofandi. Enn var hann sannfærður um móðursystir hans stjórnaði heiminum. Verst ef hún færi nú að hefja kjarnorkustyrjöld þarna í miðju samtalinu. Langaði til að missa meðvitund aftur, svo hann gæti fengið botn í boðskap hennar og spurt eftir sjónvarpssamtalið, hvemig á þvi stæði hún væri enn lifandi, þótt hann myndi vel eftir jarðarför hennar. Alltaf væri hann að upplifa eitthvað nýtt. En þá kom bannsett flugan enn og aftur á hann og tyllti sér á vinstra augnlokið. Hann hreyfði hægri höndina ósjálfrátt að auganu, strauk það og nuddaði. Flugan var horfin. Móðursystirin var einnig horfin. Það fannst honum leiðinlegt, eins og á stóð. Var orðinn forvitinn. Vildi ekki missa af styrjöldinni, ef til kæmi. Kjarn- orkustríð er ekki daglegur atburður, hugsaði hann í svefnrofunum. Og merki legt yfir hverju móðursystir hans bjó, jafn venjuleg kona og hún hafði verið. En fólk leynir á sér. Mér þykir skemmtilegast að vera ófrísk, hafði hún ein- hvern tíma sagt. Vil ekki vera eins og slægð langa. Honum fannst hann fastur milli þils og veggjar. Fór nú að hugsa um griðkonu í Galdra-Lofti og barnið, sem Loftur hafði gert henni i þjóðsögunni. En þá settist flugan aftur á kinnina á honum. Hann danglaði í hana. Hún flýði með flugnasuði. Hann reyndi nú enn að gera sér grein fyrir hvort móðursystirin væri lif- andi eða dauð, en komst ekki að viðhlítandi niðurstöðu. Fór þá að hugsa um fluguna. Heyrði suðið í henni. Vissi hún var á flögri við rúmið. Fór að velta fyrir sér hvað klukkan væri, en hætti fljótlega að hugsa um tímann. Fannst hon- um ekkert koma klukkan við. Langaði að sofa lengur. Hætti að hugsa um flug- una. Vildi nú komast að því, hvernig móðursystir hans lýsti reynslu sinni og stjórnaði heiminum með samtali í sjónvarpið og endursögn þess í BBC. En riú gat hann ekki komið móðursystur sinni fyrir sig, hvernig sem hann reyndi. Hún og styrjöldin liðu hægt úr huga hans. En flugan flaug þangað í staðinn °g suðaði án afláts í höfðinu á honum. Bylti sér enn þegar hún settist sem snöggvast á nefið á honum. Velti því nú alvarlega fyrir sér hvaða bölvuð fluga þetta væri. Minntist þess ekki að hafa áður séð flugu í svefnherberginu. Aldrei hafði hann vaknað við þau ósköp að húsfluga væri að ónáða hann og koma hon- uni til, lenda á honum eins og þyrla. Aldrei hefur Freud skrifað um svona flugu, hugsaði hann. Nú var hann byrjaður að vakna, en var þó ekkert að hugsa um það eða Uióðursysturina eða striðið, heldur hvaða fluga þetta væri eiginlega, sem hefði lagt slíka ofurást á hann. Það yrði að fara leynt. Mætti ekki vitnast. Þótti sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.