Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 100

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 100
98 KRISTJÁN KARLSSON ANDVARI handleggnum eins og slöngu og lét kúluna detta við fætur sér. Allt í einu beygði hann sig niður, greip kúluna upp og skaut henni eldsnöggt á ljósastaurinn fram- an við hótelið. Ekkert brothljóð, en drenginn verkjaði í tennurnar og sársauk- ann lagði aftur í hnakkann. Stóri maðurinn söng: Madamesposa mœrin Ijósa oss vantar á yZur skil hváSan komiS þér frá hvurt œtliS þér til? Hann og maðurinn í miðið fóru eldsnöggt í snjókast án þess að drengur- inn sæi hvor átti upptökin. Maðurinn á gamosíunum dró sig upp að búðar- glugganum á húsinu vestan við hótelið og speglaði sig í rúðunni. Hann lagaði bindið, tók ofan hattinn og strauk hann. Svo greip hann handfylli af snjó og lmoðaði eins og áður. „Ég held ég sé vitlaus,“ sagði gráhærða konan, „viltu koma heim með mér?“ „Nei,“ sagði unga konan, „þakka þér fyrir. Ég bíð eftir Elínu.“ „Ég hefði getað lofað þér að vera,“ sagði gráhærða konan, „það er nóg pláss hjá mér.“ „Nei,“ sagði ungan konan, „nei. Ég er ráðin í að fara.“ „Hvað?“ sagði maðurinn i gamosiunum, „jæja komum þá.“ Stóri maður- inn hló aftur. „Eigið þið sígarettu?" spurði hann. Maðurinn í miðið tók upp sígarettuhylki með loku og rétti honum og stóri maðurinn greip sígarettuna fimlega um leið og hún skauzt upp úr hylkinu, spretti henni af nögl upp i loftið, greip hana aftur niður við jörð. Hann lézt detta og ná jafnvæginu á síðustu stundu. Maðurinn á gamosíunum brá fyrir hann fæti, en hann hoppaði yfir bragðið. Hann söng: „Hvað viltu hafa það betra," undir laginu Give my regards to Broadway. „Jæja, komum,“ sagði maðurinn í miðið, en dró sig aftur úr eins og fyrr. Elín, hótelstýran, kom inn um bakdyrnar og fyrir aftan hana blöstu snöggvast við tröppurnar, sem lágu alla leið niður í fjöru. „Ertu ekki farin?“ sagði hún. „Ég var búin að biðja strákana að hjálpa þér með dótið. Eru þeir ekki komnir? Þeir geta setið hér allan daginn í ölinu, þegar enginn vill hafa þá, en nú sjást þeir auðvitað ekki.“ „Ég gat ekki farið án þess að kveðja þig,“ sagði unga konan. „Ég var að reyna að tala um fyrir henni,“ sagði gráhærða konan. „Hver ætli tali um fyrir þér,“ sagði Elín, „meðan þú kennir sjálfri þér um allt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.