Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 50
48 BENEDIKT TOMASSON ANDVAHI sem það er að sinna sjúkum mönnum og leita þeim lækninga, er hitt hálfu þýðingarmeira, að efla i hvívetna heilbrigða lifnaðarháttu almennings og koma í veg fyrir sjúkdóma með hvers konar heilsuverndarstarfsemi . . . En meira ætti að mega ávinnast. Ef vér fáum aftur náð og haldið sjálfstæði voru óáreittir af öðrum þjóðum og ekki bregzt hin fjárhagslega afkoma þjóðarinnar, sem er grundvöllurinn undir öllum raunverulegum framförum, ekki sízt í heilbrigðis- málum, og haldið verður rökrétt áfram á braut þess lýðræðis, sem vér Islend- ingar játumst undir, þannig að tryggður verði sem allra mestur jöfnuður í lífskjörum alls almennings, svo að skortur örbirgðarinnar verði umflúinn jafnt og óhófslifnaður ofnægtanna, þá virðist íslenzka þjóðin hafa öll skilyrði til þess að tryggja varanlega sess sinn í einu og öllu í tölu hinna heilbrigðustu þjóða.“ Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál, gefin út 1947, er ekki mikið rit að vöxtum, 96 bls., en þeim mun meira að innihaldi, svo að með ólíkindum er, að höfundi skyldi endast þolinmæði til að ljúka því. Útkomu þess þakkar hann ekki sízt Hans G. Andersen, núverandi ambassador, sem reyndist honum ómetanlegur liðsmaður við að grafa upp heimildir. Ritið greinir frá 43 alþjóðasamningum um heilbrigðismál og 23 breyting- um á þeim. Samningarnir eru sóttvarnarsamningar, samningar um meðferð særðra og sjúkra manna í ófriði, samningar um lækning farmanna af kynsjúk- dómum, deyfilyfjasamningar, samningar um samræming mikilvirkra læknis- lyfja, samningur um barnaveikisblóðvatn, samningar um heilsu- og slysavernd verkafólks, samningar um alþjóðlega dánarmeinaskrá, samningur um flutning líka á milli landa og samningar um alþjóðlegar heilbrigðisstofnanir. Þá er greint frá 15 alþjóðlegum heilbrigðisstofnunum. Gerð er stutt grein fyrir efni hvers samnings og hverrar breytingar á þeim, og sama máli gegnir um hinar alþjóð- legu heilbrigðisstofnanir. Að bókarlokum er birt í orðréttri þýðingu stofnskrá Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, sem undirrituð var í New York 1946, og hefur sú þýðing verið í meira lagi vandunnið verk og varla fýsilegt. Upphafsorð stofnskrárinnar í þýðingu Vilmundar eru þessi: „HEILBRIGÐI er fullkomið líkamlegt, andlegt og félagslegt velferli, en ekki einungis firð sjúkdóma og vanheilinda. „FAGNAÐUR FYLLSTU AUÐINNAR HEILBRIGÐI telst til frumrétt- inda allra manna án tillits til kynflokka, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, fjár- hags eða þjóðfélagsstöðu. „HEILBRIGÐI ALLRA ÞJÖÐA er frumskilyrði þess, að höndlað verði hnoss friðar og öryggis, og er komin undir fyllstu samvinnu einstaklinga og ríkja.“ Lœkningar — Curationes — séra Þorkels Arngrímssonar sóknarprests í Gördum á Álftanesi, sem út komu 1949, eru geysimikið rit að vöxtum, 511 bls. með efnisskrám, þar af nær 400 bls. með fremur smáu letri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.