Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 66
64 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Það hefur greinilega oft reynt á þolrifin í þeirri ferð, og Haukdælir létu ekki svo glatt storka sér enn sem komið var. Þessi för minnir ósjálfrátt á aðra, er Þorvaldur Vatnsfirðingur fór vestan af fjörðum um páska, seint í marz 1209, við þrjá tigu manna að Guðmundi Arasyni biskupi, „ok gengu þeir allir. Hann hafði öxi í hendi ok studdi ekki niðr skaftinu, er hann fór norðr eða norðan.“ Þetta var nú smáútúrdúr, en mál Þorvalds Gizurarsonar á hendur vegend- um Einars Þorgilssonar „fóru til þings, ok var Ari inn sterki fyrir svörum. Urðu þeir Þorleikr ok Snorri [en svo hétu sveinarnir] sekir, ok var gefit fé til farningar þeim. Þar var sætzt á öll mál, þau er tii váru búin, og gekk Þorleifr beiskaldi til handsala fyrir Ara ok greiddi upp fé mikit. Þat sumar brá Ari til utanferðar, en Stað seldi hann í hendr Þórði Sturlu- syni ok gifti honum Helgu dóttur sína. Þórðr tók þar þá við húi ok manna- forráði. Guðný seldi bú í Hvammi í hendr þeim manni, er Oddr dignari hét. En þau Ari bæði réðust til skips vestr í Vaðil ok fóru þar utan. Þar fóru þeir ok utan Þorleikr ok Snorri. Ari andaðist í Nóregi. Hann gekk til með mönnum at bera langskipsrá. En með þvi at þeir vissu, at Ari var sterkari en aðrir menn, þá hljópu þeir undan ránni, en Ari lét eigi niðr falla at heldr. Eftir þat tók hann sótt ok andaðist. Síðan fór Guðný til Islands ok tók við búi sínu í Hvammi. Þórðr Sturluson tók arf eftir Ara ok þau Helga dóttir hans. Þórðr bar eigi auðnu til at fella þvílíka ást til Helgu, sem vera átti, ok kom því svá, at skiln- aðr þeirra var gerr. En Þórðr tók þá til sín Hróðnýju Þórðardóttur, er átti Bersi inn auðgi Vermundarson, ok helzt þeirra vinátta lengi.“ Myndin af Ara sterka, sem lætur ekki langskipsrána niður falla, þótt hinir hlaupi undan, er stórbrotin — og lýsir vel hrifningu söguritarans af þessum glæsilega manni, er eitt sinn hafði verið í tygjum við ömmu hans, þótt þau fengi ekki lengi notið samvistanna. Sturlu er greinilega raun að þvi, að faðir hans „bar eigi auðnu til að fella þvílíka ást til Helgu, sem vera átti.“ Það er sem Sturla hefði gjarnan viljað verða dóttursonur Ara og sárni við föður sinn fjöllyndi hans. Orðalagið: En Þórðr tók þá til sín Hróðnýju Þórðardóttur, er átti Bersi inn auðgi, — segir sína sögu um viðhorf söguritarans, ekki síður en það furðulega háttalag hans að nefna móður sína Þóru aðeins einu sinni á nafn í Islendingasögu, í 52. kapítula, og segja þar engin frekari deili á henni: „Þetta vár, er nú var frá sagt [1224], andaðist Þóra, frilla Þórðar Sturlusonar, en hann tók til sín Valgerði, dóttur Árna ór Tjaldanesi, og gerði brúðkaup til hennar um sumarit.“ 1 4. kapítula kynnumst vér nokkuð Sighvati Sturlusyni. Hann hafði sex vetrum eftir andlát Einars Þorgilssonar gert bú á Staðarhóli, en „nam þar ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.