Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 64
FINNBOGI GUÐMUNDSSON: Gripið niður í íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar Þótt atburðir Sturlungaaldar séu margir heldur ófagrir og hrikalegir, hríf- umst vér ósjálfrátt af hinum fornu frásögnum af þeim, og þá einkum frásögn- um Sturlu Þórðarsonar í íslendingasögu hans svonefndri, meginþætti Sturlungu. Það, sem ljær frásögu hans slíkt seiðmagn, eru ekki sízt hinar meitluðu mynd- ir, er hann bregður svo víða upp. öllum blöskrar að vonum hið mikla mannhaf i frásögnum Sturlu, en við hvern nýjan lestur skynjar maður æ betur þá þræði, sem tengja allt þetta fólk saman, og hversu frásögnin er í rauninni þrauthugsuð og hnitmiðuð. Sturlunguútgáfan vandaða frá 1946 með hinum rækilegu skýringum sín- um og margvíslegu skrám auðveldar manni og stórlega lesturinn. Ég mun nú grípa niður í íslendingasögu á nokkrum stöðum og vona, að sú upprifjun og umfjöllun, er henni fylgir, megi verða áheyrendum til nokkurs fróðleiks og nýrrar umhugsunar um a. m. k. sum þau atriði, er drepið verður á. I inngangi að nokkrum eriridum, er Helgi Hjörvar flutti í útvarpi um kon- ur á Sturlungaöld og Þjóðvinafélagið gaf síðan út 1967, segir hann m. a.: „Sturlungaöldin er öld karlmanna.“ Og ennfremur: „Sturlunga er saga karlmanna um karlmenn. En þó gat ekki hjá því farið, að konan gengur fram við og við á þessu undraverðu tjaldi sögunnar, sem Sturlunga er.“ Athyglisvert er, hve ofarlega konumar eru í huga Sturlu Þórðarsonar þegar í upphafi Islendingasögu hans. Hann segir í 1. kapítula frá kærleikum þeim, er gerðust með Ara hinum sterka og Guðnýju ömmu Sturlu eftir andlát Hvamm-Sturlu. Nefnd er og Kolfinna, dóttir Gizurar Hallssonar, er átti Ari, og dóttir þeirra Helga, er varð fyrsta kona Þórðar Sturlusonar. Þá er getið Þuríðar, systur Kolfinnu, er átti Tumi Kolbeinsson í Skagafirði, mikill höfðingi. Hana gekk síðar að eiga eftir lát Tuma Sigurður Ormsson. I 2. kapítula segir gerr frá Guðbjörgu þeirri, er uefnd var þegar í fyrsta kapítula og viðriðin var átök milli Hvamm-Sturlu og Einars Þorgilssonar á 1 Erindi flutt á Sturlustefnu í Háskóla Islands 28. júli 1984.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.