Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 84

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 84
82 ÞORSTEINN ANTONSSON ANDVARI manskur þjóðarrembingur, rómantískt einkenni, er síst til þess fallinn að ráða þá gátu. Ástæða er til að ætla að keltar hafi haft veruleg áhrif á það samfélag sem varð til á Islandi á fyrstu öldum búsetu hinna norrænu manna í landinu. En sé gengið út frá því sem gefnu er keltnesk menning sjálf orðin úrlausnar- efni fyrir íslenskan söguskýranda og þar með vex viðfangsenfið út yfir allar stærðir. Menning kelta er fræðimönnum yfirleitt ráðgáta, háskólamenntuðum og ekki bara fræðigrúskurum, ekki síður þeim sem hafa dr. að forskrift fyrir nafni sínu. I útbreiddum yfirlitsritum verða fundnar undarlegar yfirlýsingar um kelta, t. d. þá að tungumál hinna skeggprúðu Ainóa allar götur austur í Japan, frumbyggja sem svipar lítt til nágranna sinna í útliti, likist kelta einna helst en mál Ainóa á sér ekki aðra hliðstæðu svo kunnugt sé. Á langri sögu hinnar irsku þjóðar, ritar Yeats, urðu hinir fomu guðir að álfum, þjóðhetjur að risum. Háttum Druidanna, prestastétt fornkelta, þykir um margt svipa til hátta prestastéttar Grikkja fyrir þann tíma að sú merka þjóð tók að dýrka mannlegt atgerfi að ráði og leggja stund á heimspeki. Og víðar frá Miðjarðarhafsbotnum hefur verið bent á samlíkingar við hætti Dniida. Reyndar þarf engan að undra þegar þess er gætt að skemannastétt Lappa á Finnmörku svipar til kollega hennar meðal frumbyggjaþjóða austur um Asíu alla, a. m. k. allt til Berings sunds. Hvarvetna gildir að hin opinberlega viðurkennda saga þjóðar hýsir aðra ósýnilega þeim skilningarvitum sem gert hafa hina sýnilega, rétt eins og klett- urinn álfinn í einhverjum skilningi. Eða segjum dverginn í nýútkominni skáld- sögu Þórarins Eldjárns Kyrrum kjörum. Það gildir um Islandssöguna sem aðrar. Og ekki á okkar færi nema að litlu leyti að skýra menningu okkar með árekstrum milli rökþenkjandi, viljasterkra og reyndar þrályndra Norðmanna. Meðal annarra orða, eru lyndiseinkenni Norðmanna þessi í nútímanum? Það held ég að fæstir álíti sem til þekkja. Óþarft að spá í hvað gerst hafi í milli- tíðinni. Við erum einfaldlega öðruvísi en Norðmenn og höfum lengst af verið. Djarfhuga fræðimenn hafa leitað skýringa út fyrir hið germanska menn- ingarsvæði, flestum kunnir, Einar Pálsson, Barði Guðmundsson, Árni Öla. Þeir eru fleiri, síður nafnkunnir. Einn virðist alveg hafa orðið hornreka þrátt fyrir langa og starfsama ævi við að halda fram kenningum sínum og við rannsóknar- störf að þeim lútandi ef marka má af því að hvergi fyrirfinnast skrif um rann- sóknir hans, slíks er ekki getið á spjaldskrám safna og er þó ærið margt tiundað á þeim skrám. Fáeinir ágripskenndir ritdómar að vísu en það er allt og sumt. Maðurinn, Jochum M. Eggertsson, er reyndar ráðgáta sjálfur eftir ritum hans að dæma, merktum Skugga; persónuleiki sem orðið hefur til við argvítug kjör og skilur reyndar við lesanda hverju sinni svo að í senn er ekki hægt að taka manninn alvarlega um málflutning hans og þó ekki annað hægt en að taka hann alvarlega sjálfan. Um rit hans gildir nefnilega að séu þau ósönn eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.