Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 53

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 53
andvari VILMUNDUR JÓNSSON 51 virðist ekki óeðlilegt að tala hér um sérstæða „íslenzka læknismennt“ og telja íslendingum heiðurinn af að hafa í þessari grein farið svo langt fyrir öðrum.“ Læknar á íslandi eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson hafa komið út í tveimur útgáfum, fyrri útgáfan, 507 bls., 1944, og síðari útgáfan i tveimur bindum, 1462 bls., árið 1970. Töl þessi eru með liku sniði og tíðkanlegt er um töl af sama tagi, en að auki er í báðum útgáfum greint frá læknaskipun í land- mu allt frá 1760 ásamt breytingum á henni, og jafnframt eru taldir upp allir læknar, sem jijónuðu læknishéruðum og getið þjónustutima hvers og eins. 1 siðari útgáfu er í stuttu máli rakin saga islenzkra sjúkrahúsa, og er mér ekki kunnugt um, að hún sé skráð annars staðar í einu lagi. AlþjóSleg sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, sem út kom 1953, er þýðing á fyrstu skrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem gefin var út 1948. Vilmund- ur þýddi skrána á íslenzku og latínu og vann með því brautryðjandastarf. Ætla eg, að fáum muni ljóst, hvílíkt þrekvirki það hefur verið að koma svo sérhæfð- tun texta yfir á islenzkt mál. Þýðingin ber vitni hinum mikla orðaforða, sem þýðandi hefur haft á takteinum, en vitanlega náðu íslenzk sjúkdómaheiti skammt, og því er urmull af nýyrðum í bókinni, vissulega misjöfnum að gæð- um, svo sem smekkurinn er misjafn, en mörg líka löngu orðin góð og gild íslenzka. Vilmundur hefur þurft að kljást við um 2200 atriði. Sum eru stök °rð (heiti), ýmist hagvön í málinu (lungnabólga, magasár) eða ný (berkja, glærubólga), önnur samsett heiti (aðrir sjúkdómar í öndunarfærum upp) og loks heilar setningar (hjólreiðarslys á fótgangandi manni, er ekki tekur til árekstrar á bifreið). Síðan þessi þýðing kom út, hafa hinir erlendu textar verið endurskoðaðir, og við hverja endurskoðun hafa þeir breytzt og lengzt að mikl- um mun. Nýjar þýðingar hafa verið gefnar út tvívegis, 1971 og 1982, og með því að höfundur þessara lína hefur verið við báðar riðinn, má vera, að hon- um sé öðrum ljósara, við hvaða örðugleika hefur verið að etja, þegar Vil- mundur tókst á við fyrstu þýðinguna. En svo mjög sem skrár þessar hafa breytzt í síðari meðförum, stendur aðalkjaminn í þýðingu hans eftir eigi að siður. Handrit. Vilmundur lét eftir sig í handriti Sögu læknakennslu á Islandi °g kvað hana álika mikið rit og Lækningar og sögu. Þá er í handriti mikið safn frásagna af fólki og atburðum, sumt í formi endurminninga. Frásagnir þessar eru hver annarri eftirminnilegri, og hvergi hygg ég rithöfundarhæfileika Vil- mundar njóta sín betur. Loks skildi hann eftir ættartöluhandrit, einkum um skaftfellskar ættir, og eru þau mjög mikil að vöxtum. Þýðingar. Vilmundur þýddi eftirtaldar bækur: Griffiths, Dan: Höfuð- ovinurinn. Ritgerðir um jafnaðarstefnuna með formála eftir J. Ramsey Mac- Donald. Rvík 1924 (ásamt Jóni Thoroddsen og Þórbergi Þórðarsjmi). Hindus, Maurice: Brotið land. Rvík 1930. Ilin, M.: Ævintýrið um áætlunina miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.