Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 13
7
ura mikla manni, að hann gat ekki annað enn virt
hann og elskað og beigt sig undir skoðanir hans.
A árunum 1860 og 1861 var hann í ritstjórn Nírra
Fjelagsrita með Jóni Sigurðssini, og þó að hann
væri það eflaust ekki nema að nafninu — því að
Jón Sigurðsson rjeð öllu — þá sínir það, að hann um
þessar mundir filgdi Jóni Sigurðssini. A þessum ár-
um virðist honum þó hafa farið að snúast hugur,
þvi að síðar, þegar hann var orðinn embættismaður
á íslandi, sníst hann á móti stefnu Jóns Sigurðsson-
ar, og fjekk hann þá oft orð f eira firir það, að hann
hefði áður verið í ritstjórn Nfrra Fjelagsrita. Hann
sat í flrsta sinni á þingi árið 1865, sem áður er sagt,
og sat síðan á öllum þingum sem konungkjörinn
þingmaður, þangað til hann varð landshöfðingi. Á
þessum árum, 1865—1881, er langmerkasti viðburð-
urinn staðfestiug konungs á stjórnarskrá íslendinga
4. jan. 1874, og mega það heita tlmamót í stjórnar-
sögu landsins, því að þá fjekk alþingi, sem áður
hafði verið ráðgjafarþing, hlutdeild í löggjafarvaldi
og fjárveitingarvald, og við það slotaði um stund
hinni langvinnu og hörðu stjórnarskipunardeilu, svo
að þingið næstu árin gat gefið sig eingöngu viðinn-
anlandsmálum.
Þegar Bergur Thorberg tók first sæti á þing-
mannabekkjunum í efri deild árið 1865, stóð stjórn-
ardeilan sem hæst, og hann gekk þá í flokk hinna
»konungkjörnu« eða stjórnarflokkirm. Mótflokk-
urinn eða flokkur Jóns Sigurðssonar, sem hafði að
baki sjer allan þorra hinnar íslensku þjóðar, taldi i
ákafa slnum stjórnarflokkinn óalandi og óferjandi —
enn í honum vóru svo að kalla eintómir konung-
kjörnir þingmenn og embættismenn—ogbráþessum
rnönnum um, að þeir væru dansklundaðir og skorti