Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 30
24
ingalaust, sauðgróður er þó víða mikill og sumstað-
ar móar á köflum. Þegar vestar dregur fara að
koma vötn í lautunum; við riðum fyrst fram hjá
Álftavötnum, þau eru líklega 3 eða 4 að tölu; svo
um öldur nokkrar að Réttarvatni; það er aflangt, en
strönd þess mjög vogskorin og ganga út í það 3
nes, i hinu syðsta er fé dregið sundur; gróður er
mikill í hlíðunum kringum vatnið, bæði mýrgresi og
kvistlendi. Ur Réttarvatni rennur Skammá í
Arnarvatn, hún fellur fyrst gegnum litil lón og er
mjög stutt. Frá Réttarvatni er örskamt að Arnar-
vatni, þar tjölduðum við á vanalegum tjaldstað
norður af sæluhúsinu, skamt fyrir austan mynni
Skammár. Við fórum strax um kvöldið upp á Svart-
arhæð (1970’) sunnan við Arnarvatn til þess að
skygnast um og skoða landslagið. Arnarvatn er
alt öðruvísi í iaginu en sýnt er á Uppdrætti Islands,
Það skiftist í 3 flóa: austast er Grettisvík, til norð-
austurs Atlavík, til suðvesturs Sesseljuvik. Arnarvatn
liggur 1800 fet yfir sjó, er rúm 1 mila á lengd
frá austri til vesturs og */2 míla á breidd; um
raiðjuna, norður af Svartarhæð, er vatnið langmjóst, en
breikkar til beggja enda, þar sem flóarnir ganga út
úr þvi; vatnið er mjög grunt, eins og öll vötn hér á
heiðunum, kvað viðast vera aðeins einn faðmur á
dýpf, út af Grettishöfða kvað dýpið vera mest, um
2 faðma. Kringum Arnarvatn eru alstaðar hæðir
klappaholt og hálsar, eru þeir hæstir sunnan við
vatnið þar sem Svartarhæð gengur fram milli Grett-
isvíkur og Sesseljuvíkur, þav eru viða brattir hamr-
ar niður undir vatnið,en örmjó undirlendisræmaer suni-
staðar fram með þvi. Norður við vatnið er landið lægra,
einkum til norðvesturs,þar eru þó holt og hæðir líka, og
heitir það holt, sem hæst ber á, Hnúabak. í Grettisvik