Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 58
52
að Vattarnesi við Reyðarfjörð. Þaðan fór eg yfir
fjörðinn að Karlsskála og svo landveg inn á Eski-
fjörð. Frá Eskifirði fór eg landveg yfir i Norðfjörð,
að Nesi og dvaldi þar (meðfram veðurteptur) 3
daga. Þaðan fór eg sjóveg tilMjóafjarðar, að Brekku,
og þaðan sjóveg að Skálanesi við Seyðisfjörð
og svo um Seyðisfjörð og kom aftur inn á Oldu 3.
sept.
Sömu nóttina fór eg með gufuskipi til Vopna-
fjarðar, dvaldi þar um hríð og fór þaðan svo land-
veg Hellisheiði, yfir í Fljótsdalshérað, að Sleðbrjót.
Frá Sleðbrjót hélt eg að Hjaltastað og svo þaðan
til Borgarfjarðar. Úr Borgarfirði fór eg upp að Eið-
um og svo upp að Hallormsstað og kannaði Lagar-
fljót. Þaðan hélt eg að Egilsstöðum á Völlum, kannaði
þar og Lagarfljót og hélt svo loks tilSeyöisfjarðar og
kom þangað kvöldi hins 15. sept. Var þá ferðinni lokið,
því þaðan fóreg með »Vestu« viðstöðulaust til Reykja-
vikur. — Eg hefði gjarnan viljaðkoma í Hornafjörð
og norður í firðina fyrir sunnan Langanes og út á
nesið, en tíminn var of naumur til þess; eg varð
þvi að láta hin heldri veiðipláss sitja í fyrirrúmi.
I. Lax og silungsveiðar. — Veiðivötn.
Það er langt frá þvl, að þessar veiðar hafi
jafnmikla þýðingu i Múlasýslum og þær hafa á
svæði því, er eg hefi áður farið um (suðvesturland-
inu), og er það eðlilegt, því að í Múlasýslum vantar
víðast aðalskilyrðin fyrir gnægð af þessum fiskum,
sem 8é stór stöðuvötn og ár, er haganlegar séu fyr-
ir laxkynjaða fiska. Einkum er mjög litið um
lax, og mest af þeim silungi, er veiðist, er fremur
smátt.
Silungs verður viðast vart á þessu svæði, Þar