Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 118
112
hér A Islandi, þar eð það er mjög komið undir verð-
inu á sild í útlöndum, með hve mikilli atorku síld-
arveiðin er rekin. Þar að auki hefir vindur og veð-
ur mikil áhrif á göngur síldarinnar, og oft er hún
í þéttum torfum rétt inni við ströndina, en hinir
tíðu norðanstormar á haustin aftra henni frá að
ganga inn f firðina; og þótt hún gangi inn í djúpa
firði, heldur hún þó oft mánuðum saman kyrru fyr-
ir í djúpinu og þar er ekki auðið að veiða hana.
Stundum gerir hafísinn alla veiði ómögulega mánuð-
um saman; og loks er það mín sannfæring, að jafn-
vel þótt sildin sé í stórum torfum úti fyrir fjörð-
unum, þá gengur hún ekki inn í þá, séu þeir átu-
lausir.
Fyrir 1877 afiaðist eigi svo iítið af sild um
nokkur ár hér á Austurlandi. Þá var nægð sildar,
«n fáir, sem stunduðu síldarveiðar, en þá kunnu og
stunduðu þær aðeins Norðmenn; þetta var, að mig
minnir, árin 1866—69. Eftir það afiaðist lítið, þang-
að til að aflatímabilið á Austurlandi byrjaði 1878;
það stóð til 1885. Aflinn var mjög litill haustið
1896 og veturinn á eftir, og eftir miðjan okt, var
sildarlaust, og hið litla, er aflaðist, fekst frá 10. sept.
og fram í miðjan okt. Veiðiplássin á Islandi eru .. .
(talin upp). Sildin kemur hingað til Austurlands-
ins vanalega norðan að, og 1 seinni tíð hefir vana-
lega fyrst orðið vart við hana á Norðfirði«.
Þær skoðanir, er Tulinius setur fram í skýrslu
þessari, eru að flestu ieyti llkar skoðunum annara
manna á Austfjörðum, er bezt hafa veitt háttum
síldarinnar eftirtekt. Skoðanir þessar eru lausar við
alla hjátrú og bygðar á langri athugun. Skýrslan
gefur stutt og ljóst yfirlit yfir, hvernig sildin hagar
sér við Austurland.