Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 72
G6
Til þess að komast hjá ofmörgum endurtekningum
ætla eg (eins og í hinum fyrri skýrslum mínura) að
tala um hvert veiðipláss (hvern fjörð) út af fyrir sig
og að lokum taka nokkur almenn efni til nánari í-
hugunar.
Þá er fyrst að tala um
a. Almennar íiskiveiðar.
Eg ætla fyrst að taka það fram, að sjór er víð-
ast stundaður hér frá byrjun apríl til jóla,'en aðal-
veiðitíminn er sumarið, frá júní til októberloka..
Bátar eru alstaðar mjög smáir, með 3 eða 4 mönn-
um á. Stórskip, lík og tíðkanleg eru á SV.-landi,.
hafa aldrei verið tíðkuð. Aðalveiðistöðvarnar eru
nú í fjörðunum; en frá víkunum, sem sumstaðar eru
yzt á hinum breiðari nesjum milli fjarðanna, er að
eins lítil útgerð. — Hafís kemur stundum á Aust-
firði; kemur hann helzt með grein þeirri af heim-
skautsstraumnum, er stefnir upp að Austurlandi úti
fyrir Langanesi, eu stundum kemur og ís frá Norð-
urlandi fyrir Langanes1. Þegar austanvindar eru
þessu reki samfara, þjappast ísinn inn á firðina. Þó
er sjaldgæft, að ís komi á firðina fyrir sunnan G-erpi.
Að þessi fs sé fiskiveiðum til mikils ógagns, meðan
hann er, má geta nærri.
Syðsta veiðistaðan á Aust;urlandi er Styrmishöfn,
rétt fyrir sunnan Álftafjörð. En þar er ekki gott
útræði, brimasamt, og útgerð litil (1896 gengu það-
an 4 bátar með 20 mönnum og öfluðu 5000 af
þorski) og sjór helzt stundaður frá því á góu og
fram á vorið, því þorskur gengur þar um það leyti.
Menn brúka þar lialdfæri eingöngu og beita ljósa-
1) Sjá Den islandske Lods, Kh. 1898. bls. 9.