Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 103
97
verið stundaðar á Austurlandi og í sumar gekk að
eins eitt skip úr Seyðisfirði. Þetta skip (kúttari) lá'
á fjörðunum og var fiskað frá því á bátum á sömu
miðum og aðrir bátar fiskuðu á. Slíkt fyrirkomulag
er fremur meiningarlitið, enda mun það ekki hafa
borgað sig vel. — Af því að útgerð með opnum bát-
um er nú orðin æði-dýr (sjá síðar) og afli svo djúpt
sóttur, er farin að vakna löngun hjá mörgum mönn-
um eystra til að fá sér þilskip, en efnaleysi og
mannaskortur hefir verið því til tálmunar enn þá.
Að fara að gera út stór þilskip finst mér ekki ráð-
legt, nema ef þau væra látin afla víða kringum
landið, þar sem mest er afla von. En af þvi að
fiskur mun oftast, ef ekki ávalt, -vera fyrir í djúpi
fyrir Austurlandi, álit eg að heppilegast yrði að hafa
lítil þilskip, meðfram með lóðir og báta, sem gætu
verið á djúpmiðum milli Langaness og Eystrahorns.
Þau gætu oftast leitað fljótlega inn á firðina, ef stór-
viðri bæri að, og þyrftu að hafa affermingar-staði ut-
arlega í fjörðunum, til þess að tefjast ekki lengi við ó-
greiða siglingu út og inn firði. Með nýrri síld til
beitu ættu þau að geta kept við Frakka og enda
við ensk lóðaskip. Minni skipin munu reynast ó-
dýrari til útgerðar en hin stærri. Sérstaklega vii
eg benda á þilskip þau og veiðiaðferð, er nú tíðkast
á Sunnmæri (Aalesund) í Noregi (sjá skýrslu mína
um Bergenssýninguna í »íslandi« 1898). — Jafnvel
minni þiljubátar gætu verið heppilegir.
Fyrir hér um bil 10 árum byrjaði Otto sál.
Wathne að gjöra út gufuslrip til fislriveiða, — hin fyrsta
tilraun hér á landi í þá átt. — Urðu þau smámsam-
an 3 að tölu: »Egeria«, »Bjólfur« og »Elin«, (sem
áður var strandferðabátur á Faxaflóa). Hin 2 síð-
7