Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 160
154
allan heitn. Arðurinn af þeim kemur heim í vör-
um, en ekki peningum. Enskir auðmenn eiga stór-
ar fasteignir, náma og bújarðir, í öðrum löndum.
Arðurinn af þessu kemur heim til landsins í vörum.
Af þessu kemur það, að England flytur miklu
meira inn en út af varningi. Það er arðurinn af
eignum þeirra í útlöndum, þvi að í öllum löndura
eiga þeir arðsamar eignir og í öllum löndum eru
fleiri og færri skuldunautar þeirra. Þetta er ekki ör-
birgðar merki, heldur velmegunar. Svona öfug er
kaupaugiskenningin.
Árin fyrstu mörg eftir 1870 fluttu Frakkar
stórum meira út en inn af vörum, og eftir kaup-
auðgiskenningunni hefðu þeir þá átt að vera að
etórgræða á því. — En hver var orsökin? — Þeir
á.ttu að gjalda Þjóðverjum 5000 milíónir franka (um
3,300,000,000 króna) i herkostnað, og það var upp í
afborgun á honum að þeir urðu að flytja út meiri
vörur úr landinu, en þeir fluttu inn. Ekki komu
peningar inn i Frakkland fyrir það, og ekki var
það gróða merki.
Hjá Þjóðverjum stóð eðlilega alveg gagnstætt
á um sömu mundir.
Og svona stendur ávalt á því, þegar einhver
þjóð flytur að staðaldri stórum meir út en inn, eða
inn en út. Sú þjóð, sem að staðaldri flytur miklu
meira út en inn af vörum, er skuldunautur annarar
þjóðar eða annara þjóða. Og flytji einhver þjóð að
staðaldri miklu meira inn en út, þá eru aðrar þjóð-
ir (menn hjá öðrum þjóðum) hennar skuldunautar.
Þannig sjáum vér, hversu rammskökk sú kaup-
auðgiskenning er, að það sé velmegunarmerki á
landi, að það flytur meira virði út en inn af
vörura.