Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 27
21
með úða og kulda, en létti nokkuð upp eptir dag-
raálin; þá fórum við á stað upp að Lyklafelli og
norðurenda Langjökuls og stefndum frá tjaldstað við
hraunendann beina leið á sunnanvert Lyklafell.
Leið vor lá fyrst um melöldur með dreitðu stór-
grýti og alstaðar er möl og lausagrjót ofan á upp
undir jökulinn; sumstaðar koma þó dólerit- og mó-
bergsklappir upp úr lausagrjótinu og eru þær al-
staðar ísnúnar. Eftir klukkutíma reið komum við
í hin eíri fijótsdrög; þar er allstórt vatn og kring-
um það minni tjarnir, úr vatninu rennur lækur
norður í fijótið. Sjálf't kemur Norðlingafijót upp í
jökulkrikanum norður af drögunum, safnast þar sam-
an af lækjasitrum undan sköfium í hlíðunum, það er
hér efra mjög vatnslítið, eins og lítill iækur, en úr
efri og neðri drögum kemur í það mikið vatn og
víðar af griótunum í leysingum, þar eru margar
þurrar vatnsrásir, sem fyllast á vorin. í Efri-drög-
um eru töluverðir kindahagar, enda sáum við þar
allmargar kíndur á strjálingi. Þaðan riðum við
upp á hinar háu ölaur, sem ganga út undan jökul-
endanum út á Sand; þar eru breiðar liæðir úr dól-
erit-hrauni graslausar að mestu. Efst á öldulirygg
þessum stendur Lyklafell norður af jöklinum, mikið
fjall, hátt og bratt, og eru smáfell mörg í kringum
það. Jökulendinn sjálfur nær ekki alveg út á brún-
ir undirfjallanna. Brúnir fjalla þessara, sem Lang-
jökull hvilir á, eru beinar og sléttar að ofan, en
eigi jafnbrattar niður að hálendinu; á þeim eru 3 og
4 hjallar eða þrep; aðalefni fjailanna er móberg, en
ofan á hverju þrepi er hraun og efst á undirfjöll-
unum nær hraun þetta alveg upp í jökul og sýnist
vera mjög fornt. Svo virðist, sem fjöllin hafi klofn-
að í langar ræmur, er hafa sokkið, svo að stallarnir