Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 131
125
fræði, eðlisfræði, etnafræði, lífseðlisfræði eða líf-
fræði og forspjallsheimspeki. Inar þrjár greinir
náttúrusögunnar eru ekki taldar til frumvis-
indanna; þær hljóða ekki um nein lög, en heimfæra
að eins lögmál frumvísindanna jafnframt og þær
flokka náttúrurikin.
I inni nafnfrægu ræðu sinni við St. Andrew
háskólann mælti John Stuart Mill með því að hald-
ið væri áfram forntungnanáminu óskerðu, og varð
hann þá alt í einu að átrúnaðargoði margra manna,
sem aldrei höfðu borið neitt traust til hans áður.
En jafnframt þvi að hann varði fornmálanámið,
mælti hann jafn-öfiuglega með því að náttúrufræði-
nám stúdenta yrði látið ná til allra frumvisindanna;
með öðrum orðum: hann krafðist þess að við námið
væri bætt efnafræði og lífseðlisfræði. En þeir sem mest
gera úr vísdómi hansTþegar þeir vitna til umraæla hans
um klassísku málin, þeir eru gætilega þögulir um
þessar kröfur hans um aukning náttúrufræði-námsins.
Hann var alt of ókunnugur kenslumálum i fram-
kvæmdinni, svo að hann sá ekki, að það var ófram-
kvæmanlegt að bæta þessum tveim nýju kenslu-
greinum við það nám, sem áður var fyrir. Og hann
var aldrei spurður, hvort hann kysi heldur, ef ann-
aðhvort ætti að víkja. Eg hneigist til að álíta1 að
bann mundi hafa kosið að láta fornmálin þoka sæti
fyrir fullkomnara náttúrufræði-námi. Hann hefði
látið sér nægja það, sem numið hafði verið í þeim
í undirbúningsskólunum2. En þar sem vér höfum
1) Bain var vinur Mill’s og konnm nákunnugur, og reit
merkilega bók um hann látinn. Þýd.
2) Skólaskipiulagið er alt annað en lijáoss. Stúdents-próf-
ið er tekið við háskólana og undirhúningnum undir það ekki
lokið fyrri en við þá. -7ú/ó-