Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 55
49
yfir, en dimmra loft hið eystra, skýatar á himni og
skuggar á láglendi.
Frá Hvalvatni íórum við austur á þjóðveginn,
yíir hálsana suður að Kvigindisfelli og sunnan með
því niður á Tröllháls (1262'). Daldrög eru sunnan
með fellinu og jökulöldur miklar fyrir framan og
grettistök stór á við og dreif. í Tröllhálsi er stór-
gert dólerit, en móberg f Armannsfelli. Kringum
Sandvatn (934') eru leirur stórar og hraun undir,
vatnsborð og malarrákir sjást víða á leirunum, því
vatnið vex mjög í leysingum, en einhvern tíma i
fyrndinni hefir það verið miklu stærra og dýpra;
það sést á hnullungalögum hátt uppi f hliðunum við
Kluftir. Þaðan fórum við vanalegan veg um Hof-
mannaflöt (752') og svo niður eftir og tjölduðum
seint um kveldið á grundunum fyrir neðan Svarta-
gil (580') og fórum svo þaðan næsta dag um Mos-
fellsheiði vanalegan veg til Reykjavikur. Eg hafði
áður haldið, að dóleríthraunin á Mosfellsheiði, sem
ná niður að sjó, mundu hið efra standa í sambandi
við Ok-hraunin; en svo er ekki; móbergsfjöll eru á
milli, svo að hraun frá Oki hafa ekki getað runnið
þangað suður. Isaldarhraunin á Mosfellsheiði hljóta
að vera komin úr einhverju uppvarpi á heiðinni
sjálfri, en jöklar hafa síðan breytt mjög yfirborðinu
og þakið það með isaldarruðningi, svo eldgýgirnir eru
horfnir; liklegast sýnist, að aðaluppvarpið hafi
verið i Borgarhólum eða nálægt þeim. Á Mosfells-
heiði er afarmikið ísaldargrjót, sandur og leir, eink-
um austan til á heiðinni, en þegar vestar dregur,
koma dólerítklappirnar alstaðar fram á yfirborðið
og eru víða á þeim fagrar ísrákir; á einum stað
fann eg líka ofan á dólerfthrauninu isnúinn, harðan
leir. 4