Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 34
28
henni rennur gegnum ýmsar smærri tjarnir til
Lambár.
Viö Úlfsvatn vorum við þrjár nætur og skoð-
aði eg þaðan Tvídægru og vatnaklasann hinn mikla,
sem á henni er. Langbezt útsjón um vesturheiðarn-
ar er af Urðhæðum, norður af Úlfsvatni, þær eru
vesturendinn á urðarhrygg eða holtum, sem heita
Hraungarðar, þeir byrja við Austurá, þar sem hún
rennur úr Arnarvatni, og haldast vestur heiði;.
Ilrauugarðar eru aðalhryggur Tvídægru og á þeim
liggur vegurinn hæst. Tvídægra liggur töluvert
lægra en Arnarvatnsheiði og er miklu mishæða-
minni, hæðin á Tvídægru yfir sævarmál er 14—1500
fet, en Arnarvatnsheiði 17—1800 fet. Á Tvídægru
sést varla föst klöpp, þar eru að eins lág urðarholt
og endalausir fióar með ógrynni af vötnum, tjörnum
og pollum, og er vesturhluti heiðarinnar nærri mar-
flatur. Tvídægra er á sumrum einn með lökustu
fjallvegum, því þar er manni bara boðið uppá hol-
urðir, fen, fúamóa með urð undir og aðrar svipaðar
»trakteringar«, en villist menn út af götuslitrunum,
verða fyrir manni ótræðisflóar, sem varla halda
manni, hvað þá heldur hesti. Á vetrum er gott að
fara heiðina gangandi eða á skíðum, því þá er oft
slétt yfir af fönnum, vötn lögð og flóar frosnir. Veg-
urinn yfir Tvídægru kvað liggja svo sem nú segir::
Upp úr Þorvaldsdal, fyrir norðan Þorvaldsvötn, svo
austur eftir liæð, sem liggur að Þorgeirsvatni, norð-
an með því vatni, um Halgdamóa að vesturenda
IJlfsvatns, svo yfir Úlfsvatnsá og norður með vatu-
inu, fyrir austan Urðhæðavötn, en vestan Hávaða-
vötn, yfir Hraungarða fyrir austan Díaskörð, um
Hólmavatnsása, yfir Syðrikvísl og milli Svðri- °S
Nyrðri-kvísla ofan að daladrögum, þá skiftast vegir