Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 100
94
upp á við, og líta ekki við neinu. Saraa siðinn segja
mér íiskimenn að þeir hafi orðið varir við hjá
vöxnum þorski á grunni, þar sem sést í botn.
Hvalir koma oft á vorin, áður en síld eða annar
fiskur gengur.
Ensk lóðaskip hafa aldrei verið á Vopnafjarð-
armiðum, en botnvörpuskip mjög oft, og nærri landi,
en fá í sumar. Danskir kolaveiðarar hafa legið á
Nýpsfirði. Líklegt er að vel mætti veiða kola þar
i ósnum.
A Langanesströndum (í Viðvík, Bakkafirði (Sand-
vík), Miðfirði og Finuafirði) er lítið útræði. Helzt
er það í Bakkafirði. Um þetta svæði gat eg ekki
farið, en svo Htur út sem þar sé aflasæl mið, því
mikið kvað vera þar af útlendum fiskiskipum (lóða-
skipum, botnverpingum o. fl.). I sumar lágu við 14
Færeyingar á Bakkafirði. Á 18. öld kvörtuðu menn
í Höfn i Bakkafirði og Viðvík um, að fiskileysi hefði
verið þar í 25 ár um sama leyti og suður með, og
að langa hefði horfið. Þá hafði og verið 22 ára
fiskileysi á Langanesi sunnanverðu.
Eg hefi þá skýrt frá því helzta, er eg hefi orð-
ið visari um ásigkomulag fiskiveiðanna í einstökum
veiðiplássum á Austurlandi. Það er þá eftir að tala
um nokkur atriði sérstaklega.
Þegar útgerðin byrjaði í stærra stýl, voru það
veiðarnar á fjörðunum, sem voru aðalatriðið, því
fiskur gekk þá mjög í firðina; menn þurftu þvi ekki
að róa langt, né hafa stórar fleytur. Auk hinna
smáu Austfjarðabáta fengu menn sér litla 6-róna
Færeyja-báta, eða norska báta af líkri stærð (helzt
Harðangursbáta og nokkra Arendalsbáta). Færeyja-
bátarnir eru mjög léttir undir árum (róa 3 menn