Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 64
58
.áður en hann gæti náð hrygningarstöðum í tæru
vatni, þvi í fljótinu gæti hann ekki gotið. Annars
veiða menn írá ýmsum bæjum við fljótið lítið eitt
af silungi í því í stutt lagnet, sem stjakað er út frá
landi þegar bátar eru ekki. Það er h8lzt bleikja
allfeit, um J/2 pd. að meðallagi; helzt veiðist hún
á vorin og svo síðla sumars. Möskvastærð á Eg-
ilsstöðum var E/a—15/s” og lik á Hallormsstað.
Stundum veiða menn nokkuð af urriða á lóð á
djúpi, en hann er mjög magur (höfuðstór) og ljós á
lit. — Eg sá aðeins eina bleikju úr fljótinu veidda
í net á Hallormsstað. í maga liennar var ekkert,
en í þörmunum voru leifar af mýlírfum og flugum,
Það sögðu menn mér alment, að mýflugu befði fækk-
að í Héraðinu eftir Dyngjufjallagosið 1875 og það
mundi hafa haft slæm áhrif á silungsveiðina.
Jölculsá á brú hefir upptök í Vatnajökli og
renna i hana margar ár frá jöldinum, en úr því
kemur í bygð, falla aðeins smáár í hana, svo sem
Kaldá i Jökulsárhlíð. Skamt fyrir neðan þar, sem
Kaldá fellur í hana, sendir hún kvísl i Fögruhlíðará
(hún fellur í stórt lón úti við fja.ll fyrir neðan Ket-
ilsstaði; úr lóninu er ós til sjávar) og aðra litlu neð-
ar (Geirastaðákvísl) yfir í Lagarfljót. Jökulsá er
mikið vatnsfall. I Jökuldal er hún breið, en renn-
ur svo í gljúfrum neðst í dalnum niður fyrir brúna,
en meðfram hliðinni breiðist hún út aftur með stór-
um eyrum og háum leirbökkum og neðst fer hún
um marfiatt láglendi og flæðir þar yflr og fellur
svo beint til sjávar í einum ósi, en beygir hvork)
við NV með sandmum né sameinar sig Lagarfljóti,
eins og sýnt er á Uppdrætti Islands. Ain er mjög
leðjuborin og var í vexti, þegar eg fór yfir hana
hjá Sleðbrjót 8. sept. Þá var hitinn í henni aðeins