Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 25
19
vatn og Nautavatn. Dólerit er hér alstaðar í holt-
unum, en á einstaka stað kemur móberg fram í
skorum, enda mun það liggja hér alstaðar undir
dólerítinu. Um Reykjavatn gengur hraunið nærri
út undir fijót. Reykjavatn liggur við hraunröndina
og myndast víst af uppsprettum, sem undan þvi
renna, úr því renrmr Reykjaá norður í fljót. í
Reykjavatni er silungsveiði góð og þar er veiði-
mannaskáli. Rétt fyrir miðja þessa öld bjó útilegu-
þjófur einn um tíma við Reykjavatn. Um 1840 strauk
þjófur úr Strandasýslu Jón Franz að nafni frá Jóni
kammerráði á Melum á engjaslætti, stai folaldsmeri
og ýmsu öðru og hélt suður á fjöli, lagðist hann í
helli einn austan við Rejfkjavatn fyrir ofan lindir
nokkrar. Milli veturnótta og jólaföstu komu Húsa-'
fellsbræður Þorsteinn og Gísli Jacobssynir Snorra-
sonar að Reykjavatni, sáu mannaför mikil við lind-
irnar og hugðu að útilegumenn hefðu komið þang-
að, riðu til bjrgða sömu nótt og söfnuðu mönnum.
Voru þeir 12 saman sem riðu upp eftir, skygndust
þeir nú vel um og röktu sporin að hellinum; þar
var annar hellir ofar, en gat i gólfið niður í neðra
helli, en það var svo mjótt, að aðeins einn maður
gat komist þar niður í senn. Gisli fór fyrstur nið-
ur til að liitta hellisbúann, sem þó ekki var hættu-
legur; liann lá lafhræddur við hellísvegginn, en
með sveðju í hendi, sem harm þó ekki neytti. Jón
Franz var að þrotum kom>nn af matarskorti, hann
hafði etið merina og folaldið og haft veiði nokkra í
vatninu; þegar hann sá mannförina, varð hann á-
kaflega hræddur, honum datt ekki í hug að þetta
væru rnenn úr bygð, hann hélt það væru útilegu-
ínenn, því sjálfur hafði hann altaf staðið i þeirri
meiningu, að hann væri kominn í Odáðahraun(l);
2*