Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 54
48
á hæsta tindinn; sumstaðar var nýsnævi og alstað-
ar klakadrönglar á steinum og héla. Þokan var ný-
farin af fjallinu og komið heiðskírt veður og sólskin,
svo útsjónin var hin dýrðlegasta yfir fjöll og heiðar,
firði og flóa. I efstu eggjunum er stórgert dólerit
með stórum ólivinslettum, en hraungárar viða á yfir-
borði, en dóleriturðir hafa hrapað niður eftir hlíðun-
um á báða vegu Allur efri bluti Súlna er nærri
gróðurlaus; á efsta tindi voru lítilfjörlegar mosatægj-
ur og tvær æðri jurtir, mjög smávaxnar, geldinga-
lauf og krækiberjalyng, tæpur hálfur þumlungur á
hæð. Mjög einkennilegt er að líta yfir Súlurnar
sjálfar: tentar eggjar, tinda og botna; þó skaflarnir
væru stórir í lægðunum norðan á móti, þá var al-
veg snjólaust að sunnan. Utsjónin er mjög fögur,
svipuð útsjóninni af Skjaldbreið; það er eins og mað-
ur sitji í loftfari og sjái hyldýpið fyrir fóturn sér;
til suðvesturs rétt tyrir neðan er Búrfell, Myrkavatn
og Öxará, Kjölurinn upp af Reynivallahálsi, Esja og
Móskarðshnúkar; til vesturs er Múlafjall og Þyrill
eins og kambar fram i sjó, þá Akrafjall, Leirárvog-
ar, Melasveit og syðri hlutinn af Mýrum, en Skarðs-
heiði skyggir á það, sem vestar er; til norðurs sést
Baula og Tvídægra, en svo loka Ok og Langjökull
sjóndeildarhringnum; Skorradalur, Lundarreykjadalur
og Bláskógaheiði blasa við, Reyðarvatn, Eiriksvatn
og Hvalvatn með Hvalfelli undir fótum manns. Til
austurs sjást Jarlhettur, Skjaldbreið, Hlöðufell, Tinda-
skagi og Hofsjökull í fjarska; til suðurs blasir við
Þingvallavatn og Þingvallasveit; Suðurlandsundir-
lendið austur undir Eyjafjöll sést óglögt, en Vest-
mannaeyjar hilla upp, héðan sést líka út eftir öll-
Reykjanesfjallgarði og Eldey hillir upp fyrir utan.
Fegurst var útsjónin til vesturs; því þar var sólskin