Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 136
130
staklega íyrir forntungurnar, skyldi þá ekki vera
til aðrar gáfur, sem að sínu leyti eru jafn-lagaðar
fyrir náttúrufræðinám, en eru jafn-ófærar til forn-
tungnanámsins?. Ef menn játa þessu, þá er næsta
spurningin: Á ekki að meta báðar þessar gáfna-
tegundir jafn-mikils og unna þeim jafnréttis? Þessu
hljóta þeir að neita, sem með engu móti viljabreyt-
ingum taka á fyrirkomulagi því, sem nú á sér stað.
Þeir verða að segja: sálin með tungumálagáfunni er
háleit og göfug; sálin með náttúrufræði-gáfunni er
óæðri vera.
Tillögunni um að veita þeim, sem ekki hafa
grísku numið, óœðri lœrdómsnafnbót, eiga menn að
mínu áliti sjálfsagt að hafna. Þó getur það verið
álitamál, hvort gagnfræðamennirnir gerðu ekki rétt
í að þiggja þetta sem uppfylling að nokkrum hluta
á kröfum þeirra. Tilboð Öxnafurðu-háskólans var,
eftir því sem ég skil það, að því leyti örlætislegt,
að hann vildi stofna nýja lærdómsnafnbót handa
gagnfræðamönnum, er vera skyldi inni eldri jöfn að
réttindum, en að eins óæðri að virðingu.
Af meðhaldsmönnum klassiska námsins hefir
próf. Blackie það um fram aðra, að hann vill gefa
upp klassiska námið fyrir þá, sem ekki geta haft
not af þvi. Hans álit er, að rétt sé að tvískifta
öllu náminu í klassíska deild og gagnfræðideild og
lofa nemendum að kjósa um, og ætlar harm að
klassíska námið mundi engan skaða við það bíða;
það yrði stundaðjafnt eftir sem áður og mundibera
alla sömu ávexti sem nú. En hans klassísku stétt-
bræður eru alment ekki á þessari skoðun. Þeir
virðast ætla, að ef þeir geta ekki lengur knúið
hvern háskólastúdent til að ganga undir ið tvöfalda
ok Grikklands og Rómaborgar, þá sé hætt við að