Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 120
114
eg þá skoðun á Mjóafirði og Norðfirði. Þetta getur
vel verið stundum, eða á vissum stöðum, þar
sem straumar breytast af áhrifum vinda. Ekki eru
menn hér mikið trúaðir a að hvalirnir reki síldina
af hafi inn á firðina, en nokkurir álitu þá nauðsyn-
lega til að styggja síldina úr fjarðardjúpunum upp
að landi. Aðrir (t. d. Tulinius) kváðu hvalina ó-
nauðsynlega til þess, og sögðu að þeir gætu jafn-
vel stygt síld út úr fjörðunum og að oft hafi síld
koraið án hvaJa. í sumar var víða töluvert af síld
í fjörðunum, þótt hún veiddist lítið í nætur; en litið
var um hvali. Þeir hvalir, sem helzt eru þar með
síldinni, eru háhyrna og hnýfill (hret'na?).
Síldin sem gengur á Austfirði er, eins og sunn-
anlands, þrenns konar: Vetrar- eða vorsíld, í apríl
og maí, sumarsíld í júlí og ág., og haustsíld i sept.
—nóv. Vetrar(vor)síldin er sjaldgæfust. Ekki
vita raenn neitt um, að síld hrygni í fjörðunum, sem
varla mun von, því botninn er viðast mjög leðjubor-
inn, en hún þarf fastan (grýttan) botn eða þara til
að setja hrognin á. Sild sú, sem veiddist í sumar
í fjörðunum, var af ýmsri stærð, en feit og með eng-
um eða lítt þroskuðum hrognum og sviljum.
Um síldargöngur á fyrri tímum vita menn lít-
ið. 1863 var mjög mikið síldarhlaup á Mjóafirði og
1864—70 var mikið um síld, hvali og þorsk á Norð-
firði. Síðan heíir aldrei komið mikil sílcl á Norð-
fjörð. — Olavius talar litið um síldina; þó getur hann
þess, að Seyðfirðingar hafi ekki séð síld í firðinum
síðustu 22 ár, eða síðan ufsinn rak hana lifandi á
laud i stórhópum. Inn á Rejrðar- og Eskifjörð rak
ufsi hana sama haust í stórtort'um á land, svo raenn
eitt kveld tóku 11 þús. með höndunum.
Sildin er veldd á tvenuan hátt: í lagnet og í