Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 59
53
sem ár eru eða vötn, og' einnig víða í fjörðunum
(i sjó).
I Álftafirði og Hamarsfirði er, eftir því sem
Stefán Guðmundsson útvegsbóndi á Djúpavogi sagði
mér (hefir áður átt heima í Álítafirði), nokkuð af
bleikju (birting) og byrjar hún að ganga í ár þær,
er falla í firðina (Selá, Hofsá, Geithellnaá og Ham-
arsá) í 16. viku sumars. Stærðin er að jafnaði 1
pd. Bleikjan er veidd í smáriðin (7/s”) ádráttarnet,
bæði í álunum í Alftafirði og í ánum, fram i sept-
ember. Mest veiðistí Hofsá; í Hamarsá gengur ogmikið
af silungi og töluvert veitt þar á stundum. Minst er um
silung í Geithellnaá. Allar eru þær jökulvötn. Einnig
er veitt nokkuð af mjög smáum pds.) silung, er nefn-
ist »sproti«. I vatni einu afrenslislausu er bleikja, er
getur orðið 4pd. þung og nefnist »rauðmaga«. Af henni
kvað vera mikið moldarbragð. I Hamarsfirði segist
Stefán hafa veitt allvænan siluug, en annars er
hann ekki veiddur í firðinum. I Bernfjarðará geng-
ur stundum nokkuð af silungi; hann er veiddur í
litið eitt í lagnet inst i firðinum og eins á Djúpavogi.
Breiðdalsá í Breiðdal er mesta á í Fjörðum.
Hún kemur úr litlu vatni á Breiðdalsheiði. Neðan
til í Breiðdal fellur i hana Norðurdalsá, úr fjöllun-
um fyrir ofan botn Fáskrúðsfjarðardalsins; í hana
aftur Tinnudalsá, úr fjöllunura milli Breiðdals og
Stöðvarfjarðar. Niðri í sveitinni er Breiðdalsá (Suð-
urdalsá) all- vatnsmikil og lygn, og fyrir ofan foss-
inn Beljanda í einum farvegi, með gróðursælum
bökkum, en fyrir neðan fossinn rennur hún oft í
mörgum kvíslum, með malarbotni, og að síðustu út
i lón eitt eigi lítið og hálf-salt, sem Möleyri skilur
frá sjó. Úr SA-horni lónsins er mjór ós til sjávar.
Beljandi er mjög vatnsmikill foss, en eigi hár; fyrir