Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 85
79
firði og inni í Reyðarfirði, en þar inni eru hrogn-
kelsanet víst ekki vel séð af varpeigendura, því æð-
arfugl getur fest sig i þeim. í Breiðuvík sezt oft
mikið af sraáhrognkelsum á síldaruet, en af vöxn-
um fæst þar lítió. — Háf verður vart við 3.-4.
hvert ár.
Hákarlsafli er nokkur á Vattarnesi og Karls-
skála (og lítið eitt á Fáskrúðsfirði) og hákarlaveiði
liefir verið stunduð við Reyðarfjörð frá fornu fari og
veiðarfærið er hið saraa enn og það var á 18. öld,.
þ. e. a. s. lagvaður eða gagnvaður. Olavíus lýsir hon-
á bls. 340 og fylgir mynd. Hann er þó nokkuð
breyttur frá því sern hann var áður. Aðalhluti hans
er þvertré, vaðtréð, ura 4 álna langt. Uppfrámiðju
þess gengur vaðfau’ið, en niður stuttur strengur,
sem festur er í kraka, er heldur vaðnum við botn-
inn. Við enda vaðtrésins eru annaðhvort festir öngl-
arnir (sóknirnai), þegar þeir eru að eins 2, eða þá
þvertré (endatré), er önglarnir þá eru festir við end-
ann á, alls 4. Ongultaumurinn er keðja, 2 álna löng_
Bæði endatréin og sóknirnar leika á sigurnöglum.
Við vaðfærið eru festar 12—14 pott-kúlur (áður skötu-
magar), hin neðsta þegar bein niðurstaða er, og hin-
ar svo með 3 faðma millibili. Efst er hálfur kálfs-
beigur. Vaður með 4 sóknum kostar 40 kr. Vað-
irnir eru lagðir á 70—100 fðm. dýpi. Menn liggja
við í Seley á vorin frá þvi seint í april og fram í
júlí og beita hrossakjöti framan af, en eftir að lúða
gengur, beita menn »orbeitu«, þ. e. lúðumaganum
er hverft um og tálknin sett innan i hann, og þetta
haft fyrir beitu. Á Karlsskála er aflinn vánalega
1—3 tuunur af lýsi í lilut í 6 staði. Hákarl er
verkaður töluvert þar og seldur upp uin Hérað. —