Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 146
140
I.
Háskólar vorir og lærðu skólar standa nú mitt
í straumi umbyltingar, sem er í því lík fiestum um-
byltingum, að hún merkir óánægju með það fyrir-
komulag sem er, en engaljósa hugmynd um, hvað vér
viljum fá í staðinn. Það er óhugsandi, að þér hafið
með öllu sloppið hjá þessari hreyfingu, eða ef þór
hafið enn sloppið, að þér þá sleppið til lengdar.
Orsakanna er ekki langt að leita: annarsvegar er
in geysilega íjölgun viðfangsefna mannlegrar þekk-
ingar, sakir framfara vísindanna og rannsókna í
ailar áttir um ástand hnattar vors og íbúa hans
bæði nú og fyrr á timum; en hins vegar er álíka
aukið svið atvinnugreina, sem þeir af raannkyninu,
sem vinna nokkuð, gefa sig við; en til einhverrar
af þeim er námi voru ætlað að undirbúa oss.
Allir játa nú, að vér getum ekki iengur látið
oss nægja forntungurnar einar, þó að málfræðí
þeirra, rökreglur og heimspeki nægði mönnum á
17. öld. En ef vér ofan á nám þeirra förum að
hrúga sögu og bókmentum vorrar þjóðar og annara
þjóða ásamt nýju málunum og náttúruvísindum, þá
bindum vér þar þyngri námsefnis-bagga, en heimtandi
er að áhugasamasti og iðnasti nemandi fái undir risið.
.... Það sem mér þykir að vorri æðri mentun,
eins og henni er nú hagað, er það, hve miklu erfiði
og mörgum dýrmætum æfiárum er varið til náms-
greina, sem enga praktiska þýðingu hafa fyrir lifið.
[J. A. Froude: Education: An Address delivered to the
Students at St. Andrew’s University.]
ÍI.
Það þarf að gjörbreyta allri kenslunni í skél-
um vorum; fyrst og fremst þarf að endurbæta kensl-