Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 121
115
nætur. í lagnet veiða menn síld eingöngil til beitu.
Þau eru alment brúkuð og með vanalegri stærð.
Síld veiðist oft nægilega i þau til beitu, þótt ekki
fáist síld i nætur. Tilraunirnar með reknetaveiði
með sama tilgangi hefi eg minst á áður.
Nótveiðin er eins og kunnugt er, aðalveiðiað-
ferðin. Hún er bygð á þvf, að sildin gangi i svo
þéttum torfum og svo nærri landi, að »kasta« megi
fyrir hana nótinni og byrgja hana svo inni í nótinni
(setja hana í lás) og er hun látin standa þannig,
meðan átan er að tæmast úr henni. Eg ætla ekki
að lýsa þessari veiðiaðferð frekar hér, enda hefir
það verið gjört áður1). Nótveiðaútgerðin er nú mest
á suðurfjörðunum, einkum Reyðarfirði innanverðum
og Eskifirði, og svo Fáskrúðsfirði, þvi síldin hefir á
siðari árum gengið bezt í þá firði. Fáskrúðsfjörður
þykir einna bezt lagaður fyrir sildargöngur, því
hann er dýpstur yzt og smágrynnist svo og mjókk-
ar inn eftir. Á Reyðarfirði eru nú 10 nótútgerðir
(»nótbrúk«) og eiga þeir Wathne, Tulinius, Jón
Magnússon, Clausen, Randulf, Bech á Sómastöðum,
sildarfélag Seyðfirðinga, Imsland og Möller. Á Fá-
skrúðsf. eru vanalega 2, Tuliníusar og Wathnes. Á
norðurfjörðunum hefir síldarafli brugðist mjög á sið-
ari árum. I Norðfirði er engin nótútgerð og hefir
aldrei verið. I Mjóafirði er nú að eins ein (Sveins
Olafssonar). 1881—83 höfðu Norðmenn þar mikla
nótútgerð. Á Seyðisfirði eru nú að eius 3, Wathnes
síldveiðafélagsins og Imslands. Einu sinni voru þar
13 eða 14. — Á fjörðunum fyrir sunnan Fáskrúðs-
fjörð og norðan Seyðisfjörð er engin nótútgerð.
1) C. Trolle: Stjórnartið. B. 1880, bls. 167, og 1882 bls. 77.
8*