Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 46
40
ingi og hraunhryggir, ósléttir og öldumyndaðir, upp
eftir hlíðunum. Eins er Okið upp af Kaldadal; þar
eru aðlíðandi hraunásar, hjalli af hjalla, og braunið
mjög ójafnt og úfið víða; þó hafa jöklar ísaldarinn-
ar sópað miklu burt af gjalli og rusli, sem ofan
á lá.
Fyrir norðan Kerlingu komum við á Kaldadals
veg, hann er góður og sléttur núna og má fara
hart; vegi þessum þarf ekki að lýsa, hann er svo
mörgum kunnur; að eins ætla eg að nefna ýmislegt,
er snertir fjöllin og jarðfræðina; eg fór mest norður
á Kaldadal til þess að mæla hæð hans yfir sjó.
Hrúðurkarlar eru mjög einkennileg fell suður af jök-
ulhorninu; þeir eru úr mjög linu móbergi og þussa-
bergi með mjög óreglulegri lagskiftingu og allir
sundurgrafnir. Kaldidalur er fremur þröngt skarð
og jöklar á báða vegu, Ok að vestan, Geitlandsjök-
ull að austan, en í dalbotninum eru dóleríthraun frá
Oki með ásum og hryggjum; lang-lengsti ásinn er
Langihryggur Ok-megin, hann er líka hæstur, og
hækkar eftir því sem norðar dregur, á norðurenda
hans er Kaldidalsvegur hæstur, 2355 fet yfir sævar-
mál; þaðan er allgóð útsjón bæði norður og suður.
Milli Langahryggs og Oks er löng dæld og er ekki
óliklegt að hún stafi af sprungu í jörðu, því ýmis-
legt bendir til þess, að Okið hafi sigið; tnargai hraun-
dyngjur aðrar bera þess vott að þær hafa sigið. Ut-
an í hlíð Oks upp af Langahrygg er mjór móbergs-
rani með smátoppum og er dóleríthraun efst á topp-
itnum, en það gæti ekki verið þar nema fjallið hefði
sigið siðar. Snjóskaflar voru á víð og dreif um botn
Kaldadals hér um bil 2000 fet yfir sjó. Jökull geng-
ur fram á fjallshornið suðaustan við Kaldadal og
eru jökulhengjur á brúnunum, brotnar oft fratnan af