Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 94
88
en einkum frá því í júní til sept.loka. Langa fekst
þá ekki í 15—20 ár.
Um N,- og S.-göngur voru menn á sama máli
hér og á fjörðunura fyrir sunnan. Fiskur þykir
ganga bezt á grunn (í fjörðinn) í hafátt (NA.-A.- og
SA.-átt); en aflandsstormar fæla hann burt. N.-göng-
ur þykja leita meir að sunnanverðu fjarðarmynninu,
t. d. undir Skálanesbjarg. 12—14 síðustu ár hefirá-
valt verið rýr haustafli, sem áður var oft mikill.
Sfðustu 3 ár heflr fiskur ekki gengið að ráði og afli
því lítill, nema á dýpstu miðum. Jón á Sálanesi
segir að fiskur komi ávalt mikill, þegar hafis er.
Fyrir allmörgum árum var urn langan tíma mikill
flskur að staðaldri undir Skálanesbjargi, og álitu
menn, að hann væri vaxinn upp þar. En menn á-
litu að hann hefði verið fiskaður upp smámsaman
því bátafjöldi var þar oft mikill. — Færeyingar,
sem lágu við á Marhellu, sögðu mér, að þeir í sum-
ar hefðu hitt á mið eitt lítið 4 milur(?) undan Brim-
nesi, beint út af firðinum. Uýpið var 60 fðm. og
»kóral« botn. Þar höfðu þeir á hálfa lóðina fengið
100 þorska, sem ekki fóru af nema 28 í skpd. Innan
um hann var enginn smærri fiskur, þótt hat n
væri þar í nánd. — Loðna kemurstundum á vorin,
en sandsili sjaldan, löngu er lítið um, en mikið af
steinbít og hlýra. Blágóma f'æst stundum, en lýsa
er bæði liér og annarstaðar við Austurland svo sjald-
gæf, að menn þekkja hana varla. Karfi er alltlður.
Hrognkelsi er ekki mikið urn, að minsta kosti hafa
hinar fáu tilraunir. er gerðar hafa verið til að
veiða þau, ekki gefið mikinn árangur. En smá-
hrognkelsi verður vart við við fjörurnar. — Afþorsk-
og ufsaseiðum (á 1. ári og ársgömlum) er mikið í
firðinum; eg sá þau oft inni við Olduna og fyrir