Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 13
7
1859); en hálft fjóröa ár var hann settur kennari, unz
liann fékk veitingu fyrir kennaraenibætti 21. Des. 1862.
Fyrsta veturinn hafði J. Þ. einar 8 stundir á viku
við skólann, en síðari stundakenslu-árin 20 st. á viku,
og má nærri geta, hvað það hefir hrokkið til að lifa af,
En er hann loks var settur kennari, þá urðu laun hans
einir 400 ríkisdalir (800 kr.) á ári, Hann varð því öll
þessi ár, og jafnvel eftir að hann var orðinn fastur
kennari, að rækja alla þá stundakenslu, er hann gat
fengið, utan skólans, til að geta haft ofan af fyrir sér.
Auk ]>ess fékst liann mikið við prófarkalestur og nokk-
uð við önnur bókleg störf, til atvinnu sér. En jafnframt
varði hann iiverri tómstund til vísinda-iðkana.
1869 varð J. Þ. yfirkennari við skólann, 1872 var
hann settur skólastjóri um haustið, en 12. Marz 1874
fékk hann veitingu fyrir rektors-embætlinu, og þjónaði
hann því til 1. Okt. 1895, er hann fékk lausn frá emb-
ælti, og hafði hann þá verið við latínuskólann eitt ár
ins firnta tugar.
1868 var J. Þ. kosinn forseti í aðaldeild ins ísl.
Bókmentafélags og var það til 1877, — 1885 varð hann
heiðursfélagi þess.
1877 hélt Uppsala-háskóli hátíð í minningu þess, að
hann hafði þá staðið fjórar aldir. Þeir J. Þ, og Kon-
ráð prófessor Gíslason, Dr. phii., vóru til kosnir að mæta
á þeirri hátíð fyrir Islands hönd. Fór J. Þ, þá ferð, og
var á leiðinni gerður R. af Dbr., en Dbrm. varð hann
1. Marz 1895.
1879 gerði Kaupmannahafnar-háskóli hann að Dr.
phil. í heiðurs skyni. — Ið kgl. danska vísindafélag hafði
gerl hann að meðlimi sinum 7. Apríl 1876, en 4. Nóv,
1887 varð hann meðlimur vísindafélagsins í Kristíaníu.
Dr. J. Þ. var maður í hærra meðallagi á vöxt,
grannur og holdskarpur, jarpur á hár, en hárið óhrokk-