Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 53
ög eru þessar sævarmyndanir 25—30 fet yíir sjó |mí
sem hæðst er. Fyrir ofan Leiru eru svipaðar móhellu-
myndanir, en ekki fann eg par neinar skeljar. Rost-
ungshausar liafa fundist nærri Utskálum og vestan til i
Vogastapa eru stórir brimbarðir hnullungar. 011 líkindi
eru þó til, að hinn ytri hluti Reykjaness-skagans fyrrum
hafi verið í sjó, þó þess sjáist nú lítil merki, enda er
þar þvi nær allt láglendi hulið hraunum.
Nálægt Reykjavík eru margar sævarmenjar hér og
hvar, en hezt kunnar eru móbergsmyndanirnar í Foss-
vogi; svipaðar myndanir, þó miklu minni, eru nálægt
Hafnarfirði og Kópavögi, og þykk liig af sævarsandi eru
víða í kvosum og utan í holtum. Fram með Fossvogi
norðanverðum eru 30—40 feta háir móbergs- og mó-
helluhamrar og fellur sjórinn viðast hvar upp að þeim
])egai- stórstreymt er. Innst í fjarðarbotninum liggja
smágjör móbergslög á ísnúnu grágrýti, og eru þar hér
og hvar skeljar i lögunum, raðir af hrúðurkörlum, sand-
migur og halllokur (saxicava og tellina), og eru kalk-
spathkrystallar innan í sunnun þeirra. Þegar dálítið di-eg-
ur út eptir frá fjarðarbotninum fara lögin að bogna, og
þegar enn utar dregur eru þau mjög óregluleg, sum
þykk, sum þunn, sumstaðar leir, sumstaðar sandur og
hnullungar, og hallast lögin ýmislega; smágjörðasta mó-
bergið er vanalega gráleitt eða bláleitt, en stundum mó-
rautt af smáum palagonitkornum; sumstaðar er það
rautt þar sem járnlá heíir síast niður á milli laga úr
mýrunum, sem ofan á liggja. Fram með sprnngum
liefir leirinn og móhellan stundum klofnað í regiulegar
smásúlur og standa þær allstaðar beint á sprunguílötinn.
í hinu blágráa „túífi“, hafa fundist margar skeljar1.
i) Saxicava arctica, Mya truncata, Aslarle borealis Ctiem,
Tellina-sabulosa Spgl., T. calcarea Cliein., Nucula tenuis Montg.,