Andvari - 01.01.1904, Page 58
62
|)á, er ganga út að láglendinu, enda hlýtur sjórinn að
hafa gengið upp að þeim og, ef til vill, töluvert upp í
dalina. Að hve miklu leyti hnullungaberg og móhella í
mörgum dalmynnum við Mýrar er myndað af sævar-
gangi, er eigi hægt að segja að svo stöddu; |jað er eigi
nægilega rannsakað.
Á Snæfellsnesi eru allmargar sævarmenjar. I Stað-
arsveit er hinn alkunni Olduhryggur; það er malarhrygg-
ur ákaflega Iangur; hann er nærri óslitinn um Staðar-
sveitina alla austur undir Hafursfell; í hrygg þessum er
allstaðar rnöl og brimsorfió grjót, en mýrar fyrir ofan
hann og margar tjarnir og stöðuvöln; þar hafa verið
lón og rif fyrir framan. Við Sleggjubeinsá fyrir utan
Breiðuvík eru töluverðar sæmyndanir svipaðar Fossvogs-
lögunum, áin rennur til sævar í djúpri hvilft fyrir aust-
an Sölvahamar og eru þar miklar móhellumyndanir og
lábarið grjót um 100 fet yfir sjó; lögin eru mismun-
andi að gerð, hallandi og bogin. Milli Laugbrekku og
Hellna eru einnig leifar af gömlum malarkömbum. Mjög
víða eru þykkar hnullungamyndanir á Snæfellsnesi, sem
að öllum líkindum einhvern tíma hafa verið í sjó. Slík-
ar myndanir má sjá í Svalþúfu og Valavík við Hella;
þar hefir ungt hraun runnið ytir móhellu og hnullunga-
bergið, en í Sölvahamri eru svipaðar myndanir undir
ísnúnu hrauni. Norðanvert við jökulinn sjást sævar-
merkin víða enn þá betur. Frá þvi er Prestahrauni
sleppur og alla leið inn undir Enni, eru melöldur og
Hollahryggir með brimbörðu grjóli og hjá Prestahrauni
er glögg strandlína 112 fet yfir sjó, og á sömu hæð eru
grásteinshraunin hjá Ingjaldshóli hulin hnullungum af
lábörðu grjóti.
Hér og hvar norðan á nesinu eru fornir marbakk-
ar við firðina og eiðin milli fjarðanna hafa áður legið í
sjó; eiðið milli Mýrarhyrnu og Kirkjufells er mjög lágt,