Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 91
85
sand- og klappabotninn langt út í vatn á köfluni, svo
út lítur fyrir, að ]iar sé hraun alstaðar undir i botni.
Þegar dý])ið er orðið yfir 10 fðm., er víðast hvar
leðja í botni; þar sem ekki er mjög djúpt, erhún sand-
blandin, en því dýpra sem er, 30 fðm. eða meir, því
smágerðari er hún og mestmegnis mynduð af leyfum
jurta (diatómea) og smádýra og ryki, sem fýkur í vatn-
ið. Hún er víða svo þykk og laus í sér, að lóðið sökk
djúpt i hana og þurí'ti töluvert átak til að toga það upp
úr henni, Hún er gráblá á Iit, þegar hún kemur upp,
en verður gulgrá í loftinu. Eg fekk bana oft upp í
botnsköfuna.
Gjár og sprungur. Eg var oft spurður að því,
hvort eg hefði ekki fundið mikið af gjám úti í vatninu,
og er það eðlileg spurning, þegar tekið er tillit til, að
mikið er af þess konar við vatnið, einkum á svæðinu
milli Almannagjár og Hrafnagjár. Ná sumar þeirra al-
veg út í vatnið, svo sem Silfra fyrir sunnan og austan
Þingvelli, en þó að eins lítinn spöl. Uti í því fann eg
ekki gjár nema á örfáum stöðum. Helzt var það í-
kringum Rauðukusunes (Rauðakotsnes?), SV. af Þing-
völlum. Hin stærsta þeirra liggur gegnum austurtá
nessins í stefnu við Silfru og gat eg fvlgt henni 400—
500 fðm. SV. i vatnið, af því þar er svo útgrunt (4—5
fðm), að sjá má í botn. Voru þar víðast 1 eða 2
sprungur með jafnháum börmum, 2—3’ víðar, en luk-
ust þó saman öðru livoru, eða skiftust i margar smá-
rifur. SA. af nesinu varð eg var við sprungu á 10
fðm. dýpi og inni í Þingvallavíkinni eru 3 stuttar sprung-
ur samhliða. í þeim fann eg mest 5 faðma dýpi. End-
inn á Almannagjá gengur alveg út að vatninu, en ekki
varð eg var við neinar sprungur að ráði í vatninu þar
úti fyrir. í víkinni NA. við Arnarfell, þar sem Hrafna-
gjá liggur út að vatninu, er gjá um 10 faðma djúp