Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 139
133
þinglesinn (5. gr.), enda ])ótt þinglýsingin fyrst fari fram
eftir giftinguna. Styðst þelta ákvœði við, að þar sem
eigi er liœgt að fá þinglýsingar nema með töluverðu
millibili, gæti það Iiæglega oi-ðið óþægilegt fyrir hjóna-
efnin, sem giftast vilja með litlum fyrirvara, að kaup-
máli sá, er þau hafa gjört með sjer, en enn þá eigi
getað fengið þinglesinn, skuli geta reynzt ógildur gagn-
vart eldri skuldheimtumönnum. Einkum á Islandi, þar sem
þinglestur utan Reyjavíkur fer fram aðeins einu sinni á ári,
getur þetta ákvæði haft töluverða þýðingu fyrir hjónaefnin.
— Annars gildir kaupmáli eigi gagnvart öðrum mönnum
fyr en frá þinglýsingardegi. Eftir að þinglýsing hefur
farið fram, skoðast kaupmálinn sem öllum kunnur og
er ]>að í fullu samræmi við vanalegar ])ingleslursreglur;
þinglesið skjal er talið öllum kunnugt og dugir þá ekki
að bérja við vanþekkingu um það. Aftur á móti niá
á undan þinglýsing kaupmálans öðlast með samningi
rjettindi yfir eigum hjónanna, nema sannað verði,
að maður hafi haft vitneskju um hann; sönnunarbyrðin
hvílir á hjónunum eða þeim, sem vill halda fram gildi
kaupmálans, nema hinn játi eða þori ekki að bera á
móti því, að lmnn hafi liaft vitneskju um kaupmálann.
Skuldheimtumenn þeir, sem eiga kröfur, er yngri
eru en þinglýsing kaupmálans (eða beiðni um ])inglýs-
inguna, þegar svo stendur á eins og að ofan er frá
greint), eru auðvitað bundnir við ákvœði kaupmálans
og geta þar við engu haggað enda þótt maðurinn t. a. m.
hafi flutt eigur sínar yfir á nafn konu sinnar og gjört
sig sjálfan öreiga með því; að því áttu skuldheimtumenn
að gefa gætur á undan lánveitingunni, ef slíkt liefði
þýðingu fyrir þá. Aftur á móti geta þeir skuldheimtu-
menn, sem eiga kröfur eldri en þinglýsing kaupmálans
(eða beiðnin um þinglýsinguna), og stafi þær eigi frá
samningi gjörðum með vitund um kaupmálann, fyrst og